Stígandi sem þarf að fylgja eftir

Karlalið ÍBV í knattspyrnu vann sinn fyrsta leik í Bestu deildinni nú um helgina þegar liðið lagði Val 3-2 á Hásteinsvelli með þrennu frá Halldóri. Þetta voru langþráð mörk og enn sætari sigur, við ákváðum að taka stöðuna á Halldóri markaskorara, okkar nýjustu hetju í Eyjum. Hann heitir fullu nafni Halldór Jón Sigurður Þórðarson og […]
Geta gengið stoltar frá EM

Stelpurnar okkar á EM gerðu 1-1 jafntefli við geysisterkt lið Frakka í dag. Niðurstaðan hefði dugað þeim ef Ítalía og Belgía hefðu gert jafntefli í sínum leik, en Belgía sigraði þann leik með einu marki gegn engu. Þær frönsku komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og leikurinn var æsispennandi nánast allan leiktímann. Skæðustu færi […]
Ísland-Frakkland í dag kl. 19:00

Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 19:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 18:15. Þetta er lokalekur Íslands í riðlinum og sá erfiðasti, Frakkaliðið er mjög sterkt og þeim hefur verið spáð sigri á mótinu. Þó gæti 0-0 jafntefli eða tap […]
Fyrsti sigur í þrettándu umferð

Fyrsti siguleikur ÍBV á tímabilinu bauð upp á allt sem einn fótboltaleikur getur boðið upp á. Spennu, hraða, vítaspyrna í súginn, sigurmark á lokamínútunni og síðast en ekki síst þrennu Halldórs Þórðarsonar sem tryggði Eyjamönnum sigur á Val á Hásteinsvelli, 3:2. ÍBV hafði frumkvæði í leiknum og var 1:0 yfir í hálfleik. Komst í 2:0 […]
Allt undir hjá ÍBV gegn Val

Eftir grátlegt tap, 4:3 gegn KA fyrir norðan er ÍBV komið með bakið upp að vegg með aðeins fimm stig á botni Bestu deildar karla. Það er því mikið undir þegar karlarnir mæta liði Vals á Hásteinsvelli í dag kl. 16:00 í 13. umferð deildarinnar. Valur er í fimmta sæti með 20 stig og tapaði […]
KFS enn á fljúgandi siglingu

KFS er á fljúgandi siglingu eftir 2:1 sigur á Týsvelli í dag á móti sterku liði Kára frá Akranesi. Tómas Bent Magnússon og Ásgeir Elíasson skoruðu mörk KFS. Liðið lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar og er með 18 stig eftir 11 leiki. KFG og Viðir eru í efstu sætunum með 24 stig eftir […]
Gaf mömmu mark í afmælisgjöf

Berglind Björg, markaskorari Íslands á EM, segist hafa viljað gefa mömmu sinni mark í afmælisgjöf. Mamma hennar, Sólveig Anna, átti stórafmæli í gær og var því vel fagnað með stuðningsmönnum á fan-zone fyrir leikinn, en foreldrar Berglindar eru í Englandi til að upplifa stemminguna beint í æð. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett […]
Símamótið: Nýtt Íslandsmet í fótboltavakinni

Fótboltamótin eru mörg á hverju sumri og mörg yfir iðkendatímabilið, foreldrum til mismikillar ánægju. Það verður því að teljast til tíðinda þegar heyrist af foreldri sem hefur fylgt börnum sínum á sama fótboltamótið í 18 ár samfleytt. Símamótið kláraðist í gær, en það fór fram um helgina í Kópavogi. Breiðablik heldur mótið, sem er stærsti […]
1-1 í fyrsta leik Íslands á EM

Berglind Björg, okkar kona í landsliðinu lék lykilhlutverk í leiknum í dag og átti stórleik í 1-1 jafntefli liðsins við Belgíu. Stemmingin í stúkunni skilaði sér alla leið heim í stofu til áhorfenda og var alveg magnað að heyra “Áfram Ísland!” “HÚHH” og fleiri íslensk köll úr stúkunni. Við megum vera stolt af liðinu og […]
Sjóuð á hliðarlínunni

Fyrsti leikur Íslands á EM fer fram í dag og hefst bein útsending á RÚV kl. 15:15 frá EM stofunni, en leikurinn hefst kl. 16:00. Margrét Lára Viðarsdóttir verður ein sérfræðinganna í EM stofunni og svo er systir hennar, Elísa, á vellinum. Það stefnir í spennandi leik. Guðmunda og Viðar, foreldrar Elísu og Margrétar Láru, […]