Jólalaga-singalong og Grinch
Í dag fer fram í Landakirkju Jólalaga-singalong sem hefst kl. 13. “Þá ætlum við að koma saman til að syngja jólasálma og jólalög og gleðjast á góðri söngstund,” segir í tilkynningu frá Landakirkju. Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja munu styðja við sönginn og flytja einnig verk einslega. Þá hefur heyrst að Grinch muni […]
Þú finnur jólaskapið á jólatónleikum kórs Landakirkju
Kór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína miðvikudaginn 13. desember og hefjast þeir kl. 20:00. “Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar frá því snemma í haust. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af því að finna ekki jólaskapið þitt þá get ég lofað því […]
Jólafundur Aglow í kvöld
Jólafundur Aglow veður haldinn í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. des kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Kvöldið byrjar með veglegum veitingum og samflélagi. Klukkan átaa hefst funduinn formlega með söng, við syngjum saman, einnig verður sérsöngur, einsöngur og tvísöngur. Jólasaga verður lesin. Guðni Hjálmarsson mun flytja hugvekju. Kirkjukór Landakirkju undir stjórn Kittyar mun syngja og í lokin […]
Saman í kór
Það var skemmtileg samkoma sem fram fór í safnaðarheimili Landakirkju í gær þegar kórar í Vestmannaeyjum leiddu saman hesta sína. Það voru Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja sem héldu eins konar kóramót og buðu Eyjamönnum að hlíða á afraksturinn. Æfingar hafa staðið yfir bæði sameiginlegar og hver kór fyrir sig síðustu vikurnar. Tilgangur […]
Ómissandi á aðventunni
Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju fóru fram í vikunni sem leið. Tónleikarnir eru fyrir löngu síðan orðinn fastur liður í jólaundirbúningi Eyjamanna sem sást best á því að fullt var út úr dyrum líkt og fyrri ár. Tónleikarnir voru tvískiptir líkt og löng hefð er fyrir en fyrri hlutinn fór fram í safnaðarheimilinu og sá síðari […]
Jólatónleikar Kórs Landakirkju í kvöld
Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju fara fram miðvikudagskvöldið 14. desember kl. 20:00. Öllu verður til tjaldað en tónleikarnir verða tvískiptir líkt og áður. Fyrri hlutinn fer fram í safnaðarheimilinu og sá síðari í Landakirkju. Kitty Kovács stýrir kórnum og leikur á píanó og orgel og Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Lofað er góðri skemmtun og e.t.v. má […]
Jólatónleikar kórs Landakirkju
Kór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína miðvikudaginn 14. desember og hefjast þeir kl. 20:00. Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar frá því snemma í haust. Tónleikarnir eru tvískiptir rétt eins og undanfarin ár en dagskráin hefst í sal safnaðarheimilis Landakirkju og líkur […]
Biðjum fyrir Úkraínu
Bæna- og íhugunarstund verður haldin í Landakirkju fimmtudagskvöldið 17.mars kl. 20.00. Við komum saman á stuttri bænasamveru, þar sem beðið verður fyrir ástandinu í Úkraínu um leið og beðið verður fyrir friði. Kveikt verður á bænakertum og kór Landakirkju ásamt Kitty sjá um tónlist. Sr. Guðmundur Örn annast ritningalestur og bænahald. (meira…)
Hraðpróf og grímuskylda á Jólatónleikum kórs Landakirkju
Kór Landakirkju heldur jólatónleika sína að kvöldi miðvikudagsins 15. desember og hefjast þeir kl. 20:00. Löng hefð er fyrir tónleikunum og í hugum margra skipa þeir stóran sess á aðventunni. Tónleikarnir fóru ekki fram í fyrra og því má segja að undirbúningur hafi staðið yfir á annað ár. Dagskráin verður að vanda sneisafull af hátíðlegum […]
Kór Landakirkju leitar að nýjum kórfélögum
Kór Landakirkju leitar nú að nýjum kórfélögum. Alda Jóhanna formaður kórsins hvetur alla áhugasaman til að hafa samband. “Þetta er skemmtileg og gefandi tómstundaiðja. Framundan eru jólatónleikarnir okkar og fleira spennandi. Okkur vantar sérstaklega karlaraddir en allar raddir eru velkomnar.” Allir áhugasamir geta haft samband við Kitty Kovács kórstjóra 8577354 eða kittyheimaey@gmail.com eða Alda Jóhanna […]