Vígsla gönguleiðar “Brúkum Bekki” – Myndir
Í dag var vígsla fyrstu gönguleiðar “Brúkum bekki” haldin við upphaf göngustígs sunnan við Hamarskóla. “Að Brúka bekki” er samfélagsverkefni Félags sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Fyrsta gönguleiðin er frá Hraunbúðum, um göngustíg sunnan við Hamarskóla, upp á Spyrnubraut og aftur niður eftir. Á gönguleiðunum eru bekkir á um 250 metra millibili þar […]
GRV fékk gagnvirkan skjá að gjöf
Í haust fékk Grunnskólinn í Vestmannaeyjum góða gjöf frá Kvenfélaginu Heimaey. Gjöfin var peningur sem ætlaður var til kaupa á tæki sem gæti nýst vel í sérkennslu. Í gær kom tækið loksins í hús, þetta er gagnvirkur skjár á hjólum, skjánum er hægt að halla á ýmsa vegu, hækka og lækka og færa auðveldlega til […]
Kvenfélagið Heimaey styrkir Björgunarfélag Vestmannaeyja
Björgunarfélag Vestmannaeyja hlaut nýverið ríkulegan styrk frá Kvenfélaginu Heimaey en félagskonur færðu Björgunarfélaginu 300.000 krónur að gjöf. Styrkir sem þessir koma félaginu vel við kaup á búnaði og þjálfun félagsmanna. Björgunarfélag Vestmannaeyja færir Kvenfélaginu Heimaey þakkir fyrir gjöfina og hlýhug sem félagskonur sýna félaginu með gjöfinni. (meira…)