Séra Magnús messar í dag

Sr. Magnús Björn Björnsson, sem leysir þá Sr. Guðmund og Sr. Viðar af þessa dagana, predikar í Landakirkju í dag. Athöfnin hefst stundvíslega 11:00. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, segir í tilkynningu á fréttavef Landakirkju. (meira…)
Séra Magnús í afleysingum í Landakirkju

Séra Magnús Björn Björnsson leysir af í Landakirkju á meðan séra Guðmundur Örn er í sumarfríi, er fram kemur í tilkynningu frá Landakirkju. Sr. Magnús er fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1978. Að guðfræðiprófi loknu var sr. Magnús Björn við nám […]
Landakirkja og eldgosið á Heimaey 1973

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973 verður haldin athöfn í Landakirkju, kirkjugarðinum og safnaðarheimilinu, annan í hvítasunnu, mánudaginn 29. maí nk. Athöfnin hefst kl. 13.00 í Landakirkju þar sem flutt verða blessunarorð og tónlist ásamt 10 mínútna upptöku Ríkisútvarpsins frá svokallaðri eldmessu Þorsteins Lúthers Jónssonar […]
Litlu lærisveinarnir loksins komnir á streymisveitur

Árið 1998 kom út hljómplata á vegum Landakirkju með lögum Helgu Jónsdóttur í flutningi Litlu lærisveina Landakirkju. Á plötunni er að finna fjölda laga sem heyrast hafa í sunnudagaskólum landsins í gegnum tíðina og má þar helst nefna Regnbogann sem flestir þekkja. Nú hefur þessari ágætu plötu verið komið á stafrænt form og er hún […]
Alþjóðabænadagur kvenna – AGLOW samvera

Bænasamverustund verður Í Landakirkju kl. 17.00 miðvikudaginn 3. maí. Þessi stund kemur í stað Aglow fundar. Á stundinni verður farið yfir efni dagsins sem kemur frá Taiwan. Konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða söng undir stjórn Kittyar. Eftir stundina kl. 17.45 verður gengið (einnig pláss í bíl) um bæinn og staðnæmst á nokkrum stöðum og […]
Foreldramorgnar Landakirkju

Í grein sem birtist í 6.tbl Eyjafrétta um Foreldramorgna Landakirkju var farið vitlaust með nafn Kvenfélags Landakirkju og var í staðinn sett Kvenfélagið Líkn. Biðjumst velvirðingar á þessu og birtum hér greinina leiðrétta í heild sinni. Foreldramorgnar í Landakirkju hafa verið fastur liður í starfi kirkjunnar í mörg ár. Í október 2021 hófu þeir aftur […]
Á stórum stundum lífsins skiptir kirkjan klárlega máli

Sunnudaginn 19. febrúar sl. var haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar fyrir árið 2022 og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn var vel sóttur og dagskráin hefðbundin með skýrslu stjórnar, sem Andrea Atladóttir, formaður flutti og Hafsteinn Gunnarsson, endurskoðandi hjá Deloitte fór yfir reikinga síðasta árs. Séra Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur fór yfir starfið 2022 sem er að […]
Aglow fundur á morgun

Næsti Aglow fundur verður miðvikudagskvöldið 1. mars kl. 19.30 í betri stofu safnaðarheimils Landakirkju. Í janúar og febrúar ræddum við um ýmislegt í tengslum við að um þessar mundir eru fimmtíu ár frá eldgosinu 1973. Margar tilfinningar komu upp á yfirborðið. Næsta miðvikudagskvöld ætlum við að fjalla um hvað við berum með okkur frá fyrri […]
Sorgarhópur aftur af stað í Landakirkju

Í dag klukkan 18:00 er opinn kynningarfundur í safnaðarheimilinu fyrir sorgarhóp sem verður næstu vikurnar. Vera Björk Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur og sr. Viðar Stefánsson munu leiða starf hópsins og verða einnig með fræðsluerindi um sorgina og hennar mörgu andlit. Allir eru velkomnir á kynningarfundinn, hver svo sem sorgin er eða hversu lengi hún hefur varið (meira…)
Mest lesið 2022, 2. sæti: Biskup Íslands vísiterar í Vestmannaeyjum

Agnes M. Sigurðardóttir, heimsótti Vestmannaeyjar á árinu og predikaði í Landakirkju. Það vakti greinilega áhuga lesenda. (meira…)