Starfsári sunnudagaskóla og barna- og æskulýðsstarfs lokið

Sökum fjöldatakmarkanna höfum við í Landakirkju ákveðið að starfsári sunnudagaskóla og barna- og æskulýðsstarfs sé lokið nú fyrir veturinn 2020-2021. Við stefnum þó á að halda okkar árlegu vorhátíð á komandi vordögum ef létt verður nægilega á fjöldatakmörkunum. Starfið mun svo hefjast aftur að fullu með haustinu að loknu sumarfríi (meira…)
Helgihald um páska fellur niður

Í ljósi nýrrar reglugerðar varðandi sóttvarnir og fjöldatakmarkanir, þá er ljóst að allt helgihald við Landakirkju mun falla niður á Pálmasunnudag og einnig í dymbilviku (skírdag og föstudaginn langa) og á Páskadag. Þetta kemur fram í frétt á vef Landakirkju, þar segir einnig: Munum að hlúa vel að hvert öðru á þessum veirutímum, taka einn […]
Kirkjugarðurinn stækkar

Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja fór fram að lokinni messu síðast liðinn sunnudag. Andrea Atladóttir er formaður sóknarnefndar en auk hennar sitja í stjórn: Stefán Jónasson – varaformaður, Helga Björk Ólafsdóttir – gjaldkeri, Ingibjörg Jónsdóttir – ritari, Steingrímur Svavarsson, Sigríður Kristjánsdóttir og Vera Björk Einarsdóttir. Auk þeirra eru varamenn: Aðalheiður Pétursdóttir, Arnar Sigurmundsson, Hörður Orri […]
Alþjóðabænadagur kvenna

Konur í Vestmannaeyjum ætla að koma saman við Ráðhúsið kl. 17.00 föstudaginn 5. mars. Einnig verður í boði að fara í bíl. Gengið verður um bæinn og verður staðnæmst á nokkrum stöðum og beðið fyrir ýmsum málefnum; skólum, heilbrigðismálum, atvinnumálum og samgöngum. Samverustund verður í Safnaðarheimili Landakirkju kl. 17.45 þar sem farið verður yfir efni […]
Sunnudagaskóli og messa næsta sunnudag

“Með mikilli gleði hefjum við nú messuhald og sunnudagaskóla að nýju í Landakirkju.” segir í frétt á vef Landakirkju. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11 með öllu fjörinu sem honum fylgir. Kl. 14. er síðan guðsþjónusta þar sem sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Kitty og kórinn verða á sínum stað. Það ríkir […]
Minningarstreymi frá Landakirkju á morgun

Næstkomandi laugardag, 23. janúar, verða liðin 48 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Alla tíð síðan hefur þessi viðburður markað og litað mannlífið í Eyjum. Fyrst var það baráttan við gosið og baráttan um byggðina, síðar hreinsunin og uppbyggingin og síðar baráttan við að sætta sig við breytta bæjarmynd, breytta Heimaey. En alltaf var það samstaðan sem […]
Vona að jólahelgin skili sér alla leið til áhorfenda

Messuhald verður með óhefðbundnu sniði í Landakirkju þetta árið. Brugðið var á það ráð að taka upp tvær athafnir annars vegar messu á Aðfangadegi jóla sem sýnd verður klukkan 18:00 á Aðfangadag og svo önnur athöfn sem birt verður á annan í jólum. Séra Guðmundur Örn sóknarprestur í Landakirkju segir þetta óneitanlega hafa verið undarlegt. […]
Desember er erfiður fyrir alltof marga

Styrktarsjóður Landakirkju úthlutar fyrir hver jól til þeirra sem á því þurfa að halda. Séra Viðar Stefánsson sóknarprestur segir það ekki komið á hreint hversu margir það verða núna í ár sem fá úthlutað úr sjóðnum. „Þeim fækkar alla vegna ekki. Síðustu mánuðir hafa verið strembnir í þessum efnum og við höfum séð aukna þörf […]
Sjúkraliðar styrkja Styrktarsjóð Landakirkju

26. nóvember ár hvert er dagur sjúkraliða. Heitinu samkvæmt er þessi dagur notaður til að minna á störf sjúkraliða sem eru gífurlega mikilvæg ekki bara innan heilbrigðisgeirans heldur samfélagsins í heild sinni. Sjúkraliðar hér í Eyjum gleðjast yfir þessum degi eins og vera ber og hafa fagnað honum með ýmsu móti en um 40 sjúkraliðar […]
Tilkynning frá Landakirkju vegna hertra sóttvarna

Í ljósi hertra sóttvarnarreglna, sem gilda til 17.nóvember, er rétt að taka það fram að allt safnaðrarstarf þar sem fólk safnast saman fellur niður. Af þessu leiðir að eftirfarandi reglur gilda um starf og athafnir í Landakirkju: Hjónavígslur eru heimilar innan 10 marka hámarksfjölda og almennra sóttvarnareglna. Skírnir lúta sömu reglum og hjónavígslurnar. Heimild er […]