Dísan leggur af stað í Landeyjahöfn í dag

Herjóflur hefur þurft að fella niður ferðir síðustu daga vegna sjávarstöðu eins og fram hefur komið í tilkynningum frá félaginu. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtali við Eyjafréttir að í febrúar hafi safnast í skafl í hafnarmynninu, sem sjá má á meðfylgjandi mynd sem sýnir dýpið á mánudag, á sama tíma hefur ekkert […]
Engir starfsmenn við afgreiðslu í Landeyjahöfn?

Vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Herjólfs ofh. kemur til greina að engir starfsmenn verði lengur í afgreiðslu félagsins við Landeyjahöfn og Þorlákshöfn. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf í viðtali á mbl.is. Leita allra leiða Verktaki hefur séð um afgreiðsluna við Landeyjahöfn og Þorlákshöfn og eru starfsmennirnir […]
Skýrsla um framkvæmd og nýtingu Landeyjahafnar góður leiðarvísir

Skýrsla um fyrstu skref að óháðri úttekt á framkvæmd og nýtingu Landeyjahafnar hefur verið gefin út og afhent samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Það var ráðgjafafyrirtækið Vatnaskil sem vann skýrsluna í samvinnu við Leo van Rijn, hollenskan sérfræðing á sviði sandflutningsrannsókna og verkfræðistofuna Mannvit. Úttektin var unnin í samræmi við þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi í […]
Minni sandur en vanalega á þessum árstíma

Áætlað er að Herjólfur fari í slipp í næstu viku og kemur þá Herjólfur III til með að leysa nýja Herjólf af á meðan. Um ábyrgðarskoðun á skipinu er að ræð sem getur tekið nokkrar vikur. Ljóst er að ef Herjólfur III á að halda uppi áætlun í Landeyjahöfn þarf að vera nægt dýpi fyrir […]
Herjólfur þurfti að sæta lagi (myndband)

Herjólfur lenti í vandræðum við Landeyjahöfn nú fyrr í kvöld í að siglingu og þurfti frá að hverfa. Aðstæður voru erfiðar í kvöld en allar ferðir eftir hádegi í dag hafa fallið niður. Töluverður ótti greip um sig um borð í bátnum þegar skyndilega var beygt frá. Meðfylgjandi myndband sýnir fyrst þegar báturinn sneri við […]
Kafarar trufluðu aðsiglingu Herjólfs

Herjólfur þurfti skyndilega frá að hverfa og taka beygju í aðsiglingu sinni í Landeyjahöfn nú fyrir skemmstu þar sem kafarar voru við störf innan hafnar. Farþegi sem Eyjafréttir ræddi við sagði um óþægilega upplifun hafi verið að ræða og fólki um borð hafi brugðið við hamaganginn. Herjólfur komst þó fljótlega inn í höfnina kemur atvikið […]
Samið við Mannvit um óháða úttekt á Landeyjahöfn

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um að gera óháða úttekt á framkvæmdum í Landeyjahöfn. Mannvit átti lægsta tilboð í verkefnið í örútboði á vegum Ríkiskaupa, 8.060.000 kr. m. vsk., og fékk flest stig samkvæmt matslíkani Ríkiskaupa. Úttektinni verður lokið eigi síðar en 31. ágúst nk. Með þingsályktunartillögu í desember sl. fól Alþingi […]
Mannvit bauð lægst í úttekt á Landeyjahöfn

Ríkiskaup fyrir hönd Samgöngu‐ og sveitarstjórnarráðuneytisins óskaði eftir tilboðum í úttekt á Landeyjahöfn þann 5. mars. Um er að ræða svo kallað örútboð. Úttektin byggir á þingsályktunartillögu um óháða rannsókn á Landeyjahöfn sem samþykkt var á Alþingi í byrjun desember. Þar kemur m.a. fram að eftirfarandi spurningum skuli svarað: Er hægt að gera þær úrbætur […]
Úttekt á Landeyjahöfn í örútboð

Í samvinnu við Ríkiskaup hefur verið ákveðið að leita hagkvæmustu tilboða í óháðaúttekt á Landeyjahöfn með örútboði, en það er formlegt ferli þar sem hagstæðasta tilboð er valið út frá valforsendum kaupanda. Stendur örútboðið til og með fimmtudagsins 17. mars. Að þeim tíma liðnum hefst matsferlið, þetta kom fram í samtali Þórmundar Jónatanssonar upplýsingafulltrúa hjá […]
Þrúður leysir Dísu af við dýpkun út mars

Það hafa eflaust margir orðið varir við ókunnugt skip við Landeyjahöfn á ferðum sínum með Herjólfi undanfarna daga. Þarna er á ferðinni Trud R (Þrúður?) frá danska dýpkunarfyrirtækinu Rohde Nielsen A/S en Vegagerðin samdi við þá um dýpkinu í Landeyjahöfn frá 15. febrúar út marsmánuð. Þá tekur Björgun við að nýju samkæmt samningi. Um er […]