Þrúður leysir Dísu af við dýpkun út mars
9. mars, 2020

Það hafa eflaust margir orðið varir við ókunnugt skip við Landeyjahöfn á ferðum sínum með Herjólfi undanfarna daga. Þarna er á ferðinni Trud R (Þrúður?) frá danska dýpkunarfyrirtækinu Rohde Nielsen A/S en Vegagerðin samdi við þá um dýpkinu í Landeyjahöfn frá 15. febrúar út marsmánuð. Þá tekur Björgun við að nýju samkæmt samningi.

Um er að ræða tilraunaverkefni því beitt verður aðeins öðruvísi aðferðum en hingað til og verður áhugavert að sjá hvort það skilar betri árangri. Staða dýpis í Landeyjahöfn er hinsvegar óvenju góð miðað við árstíma og reynslu liðinna ára. Þá hefur veður og sjólag heimilað siglingar í Landeyjahöfn síðustu daga. En nú skiptir sköpum að nýja skipið á mun auðveldara með siglingar í Landeyjahöfn og ljóst að nýi Herjólfur hefur siglt mun oftar til hafnarinnar en Herjólfur III hefði getað.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst