Samið við Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn

Vegagerðin hefur samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar og mars. Samningurinn gildir um dýpkun frá 15. febrúar út marsmánuð þegar umsamin vordýpkun tekur við. Björgun ehf. sinnir þeirri dýpkun samkvæmt núverandi samningi um vor- og haust dýpkanir í Landeyjahöfn. Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið Trud R við […]
Samningur um vetrardýpkun í Landeyjahöfn framlengdur

Samningur við Björgun ehf. um vetrardýpkun í Landeyjahöfn hefur verið framlengdur til 15. febrúar nk. Herjólfur siglir nú í Landeyjahöfn, dýpi verður mælt í vikunni. Fljótlega má síðan vænta samnings um frekari vetrardýpkun eftir að þessum samningi við Björgun lýkur. Björgun verður með viðveru í Þorlákshöfn þegar veður leyfir ekki dýpkun í Landeyjahöfn eða ef […]
Sandfjallið úr Landeyjahöfn

Frá 2010 til loka árs 2019 er heildarmagn dýpkunarefnis úr Landeyjahöfn og innsiglingunni að henni rúmlega 4,1 milljón rúmmetrar (m³) eða nákvæmlega 4.148.764 rúmmetrar. Þetta er alveg geysilegt magn af sandi og margfalt meira en áætlað var þegar höfnin var hönnuð. Í matsskýrslu fyrir Landeyjahöfn (Bakkafjöruhöfn, 2008) og tengdar framkvæmdir var heildarmagn viðhaldsdýpkunar áætlað um […]
Dísa klár þegar kallið kemur

Grafskipið Dísa hefur legið bundið við bryggju í Eyjum í nokkra daga en skipið er hér til að sinna viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn. Andrés Þ. Sigurðsson sagði í samtali við Eyjafréttir að ekki væri búið að mæla því ekki vitað hvort það þyrfti að dýpka. Eftir lægðaganginn sem gengið hefur yfir landið er ekki ósennilegt að […]
Fagna úttekt á Landeyjahöfn

Staðan í samgöngumálum var rædd í bæjarráði í hádeginu. Rædd var nýsamþykkt þingsályktunartillaga um úttekt í Landeyjahöfn. Samkvæmt tillögunni er miðað við að henni verði lokið eigi síðar en 31. ágúst 2020. Um er að ræða óháða úttekt á höfninni svo að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja heilsárshöfn í Landeyjum. […]
Dýpi í Landeyjahöfn mjög gott

Dýpið í Landeyjahöfn er óhemju gott miðað við árstíma. Lægðirnar sem hafa komið að undanförnu hafa í raun hjálpað til við dýkunina og fjarlægt sand af siglingasvæði Herjólfs í stað þess að bæta í sandinn. Því er svo komið núna að ekki er þörf fyrir dýpkunarskipið Dísu, í bili a.m.k., en hún hefði annars verið […]
Dýpkað í Landeyjahöfn út janúar

Vegagerðin og Björgun hf. hafa gert með sér samkomulag um dýpkun í Landeyjahöfn frá því haustdýpkun lýkur 15. nóvember og út janúar næstkomandi. Skrifað var undir samninginn í dag 12. nóvember. Dýpkað verður flesta daga meðan fært er. Dýpkað hefur verið samkvæmt samningi vor og haust og er þetta veruleg viðbót við þá dýpkun. Með […]
Úttekt kostar 50 til 100 milljónir

Úttekt klárast ekki fyrir vorið Vegagerðin telur óraunhæft að óháðri úttekt á Landeyjahöfn verði skilað í mars á næsta ári. Eðlilegra væri að miða við haustmánuði 2020. Ljóst sé að kostnaður við úttekt sem koma ætti að gagni myndi kosta töluverðar fjárhæðir eða 50 til 100 milljónir. Þetta kemur fram í umsögn Vegagerðarinnar við þingsályktunartillögu […]
Öllum til gagns og engum til tjóns

Þegar Landeyjahöfn var tekin í notkun voru stigin afar mikilvæg skref í samgöngumálum okkar Vestmannaeyinga. Við fylltumst bjartsýni og það ekki að ástæðulausu. Við vissum þó alltaf mæta vel að veðurfarið sem við þekkjum flest hlyti óhjákvæmilega að hamla stöðugri siglingu milli Lands og Eyja allan ársins hring. Nú er komin nokkur reynsla á siglingaleiðina […]
Óháða úttekt á Landeyjahöfn

Frú forseti Við ræðum hér tillögu til þingsályktunar um óháða úttekt á Landeyjahöfn Ég er einn meðflutningsmanna á þessari tillögu ásamt öllum þingmönnum Suðurkjördæmis og styð hana að sjálfsögðu heilshugar, Tillagan gengur út á að hæstv. Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra verði falið að hefja þegar óháða úttekt á Landeyjahöfn, allt í samræmi við samgönguáætlun og er […]