Verð sjávarafurða á uppleið

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Þetta kom fram í nýjustu Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verð á […]

Bankaþjónusta með breyttu sniði

Vegna herts samkomubanns og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 geta viðskiptavinir aðeins fengið afgreiðslu í útibúi ef erindið er mjög brýnt og ekki er hægt að leysa úr því með öðrum hætti, þ.e. í sjálfsafgreiðslu eða með samtali við Þjónustuver. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram. Breytingarnar taka gildi að […]

Landsbankinn gerir breytingar á afgreiðslutíma

Landsbankinn hefur ákveðið að gera tímabundnar breytingar á afgreiðslutíma í hluta af útibúum bankans á landsbyggðinni. Breytingarnar taka gildi í dag 18. mars 2020. Afgreiðslutími er styttur í útibúum bankans  og verður Landsbankinn í Vestmannaeyjum opin frá kl. 10-15 í stað 9-16. (meira…)

Vestmannaeyjabær áfrýjar ekki

Á fundi bæjarráðs í hádeginu í dag var ákveðið að áfrýja ekki máli Vestmannaeyjabæjar gegn Landsbankanum. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þann 12. desember í máli sem Vestmannaeyjabær, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Vinnslustöðin hf. höfðuðu gegn Landsbankanum hf. Bankinn var sýknaður af kröfum stefnenda. Ríkisbankinn hagnast á kostnað stofnfjáreigenda Niðurstaðamálsins var eftirfarandi:”Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu eru […]

Stærsti hluthafinn í VSV krefst rannsóknar á eignatilfærslum tengdum Brimi hf.

Seil ehf., stærsti hluthafi í Vinnslustöðinni hf. og hluthafi í Landsbankanum hf., leggur til við aðalfund Landsbankans hf. á morgun, fimmtudaginn 4. apríl, að rannsökuð verði aðkoma bankans og starfsmanna hans að tiltekinni tilfærslu eigna og eignarhluta félaga sem Guðmundur Kristjánsson átti að öllu leyti eða að hluta. Vísað er þar til Línuskipa ehf. (síðar […]

Vestmannaeyjabær kallar eftir afstöðu Landsbankans

Þann 18. desember 2018 var þingfest málsókn Vestmannaeyjabæjar, Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og Vinnslustöðvarinnar hf. gegn Landsbankanum hf, þar sem krafist er að Landsbankinn greiði sanngjarnt og réttmætt endurgjald fyrir þau verðmæti sem bankinn hlaut með yfirtöku stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja við samruna bankans og sparisjóðsins. Hugsanlegt er að aðrir fyrrum stofnfjáreigendur sparisjóðsins líti svo á að […]

Tíundi bekkur í GRV mun standa fyrir gangbrautarvörslu

Krakkarnir í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautarvörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann.  Verkefnið mun standa yfir frá 3. desember til 1. mars.  Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að sjálfsögðu verða krökkunum innan handar við framkvæmdina. Verkefnið […]

Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða dómsmál

Vestmannaeyjabær ákveður að höfða dómsmál gegn Landsbankanum hf. til réttmætrar greiðslu endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar þann 14. september 2018 var ákveðið að höfða dómsmál á hendur Landsbankanum hf. til greiðslu réttmæts endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja. Við yfirtöku Sparisjóðsins árið 2015 greiddi Landsbankinn stofnfjáreigendum samtals 332 m.kr. fyrir […]

X