Jón Karl Ólafsson nýr stjórnarformaður

Svarið ehf sem vinnur að koma upp Laufey þjónustumiðstöð á Bakka hefur fengið öflugan liðsauka: Jón Karl Ólafsson fyrrv. forstjóri Icelandair, framkvæmdastjóri Isavia, Flugleiða og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í 6 ár. Jón Karl hefur yfir 30 ára reynslu af ferðaþjónustu á Íslandi og er að öðrum ólöstuðum vafalítið með mestu reynslu og þekkingu á greininni […]

Vestmannaeyjabær setur ekki fjármuni í Laufeyjarverkefnið

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær hugmyndir og tillögur um þjónustumiðstöð á gatnamótun Suðurlandsvegar og Landeyjahafnarvegar, svokallað Laufeyjarverkefni. Sveinn Waage, einn forsprakka verkefnisins, hefur kynnt hugmyndirnar fyrir bæjarfulltrúum Vestmannaeyjabæjar, þar sem gert er ráð fyrir nýrri tegund þjónustumiðstöðvar, sem tekur m.a. mið af umhverfissjónarmiðum og fellur vel inn í landslagið. Bæjarráð fagnar frumkvæði aðila […]

Upplýsingasíða um Laufey opnar

“Íslenskur menningararfur er innblástur hönnunar þjónustumiðstöðvanna. Stöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir bíla og raftæki, sjálfsalaverslanir með fjölbreyttu vöruúrvali, sjálfhreinsandi salerni, gagnvirk upplýsingaborð, upplýsinga- og auglýsingaskjái, markað með handverki úr héraði, leiksvæði, sjónauka og fleira,” segir á forsíðu nýrrar heimasíðu Laufeyjar. Sveinn Waage, markaðstjóri Svarsins og umsjónamaður verkefnisins sagðist bjartsýnn á að fjármögnun kláraðist fljótlega og Laufey opnaði í […]

Hyggst flytja inn í Laufey – „á bara eftir að segja konunni það“

Ný þjónustumiðstöð við þjóðveg 1 mun bera nafnið „Laufey –  Welcome center.“ Sveinn Waage, markaðstjóri Svarsins og umsjónamaður verkefnisins, sagðist hafa fallið strax fyrir nafninu. „Við unnum þetta með Aldeilis auglýsingastofu. Vorum með ákveðnar áherslur og hugmyndir sem skiluðu sér í þessu nafni sem við féllum strax fyrir. Það er lítið mál fyrir útlendinga að […]