Lexie Knox og Natalie Viggiano til ÍBV
Bandarísku knattspyrnukonurnar Lexie Knox og Natalie Viggiano hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun því koma til með að spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Lexie er 25 ára varnarmaður sem hefur leikið í Noregi, Albaníu og einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún var lykilmaður í albanska liðinu Vllaznia sem tryggði […]
Bjóða uppá hópferð í Grafarvoginn
Á morgun er hópferð á leik Fjölnis og ÍBV í Lengjudeild karla. Með sigri tryggir ÍBV sér sæti í efstu deild á ný. ÍBV ætlar að bjóða stuðningsmönnum í rútu og Herjólf án endurgjalds. Farið verður með Herjólfi klukkan 12:00 og heim 22.15. Hægt er að skrá sig hér á facebook eða senda nafn og […]
Grindvíkingar í heimsókn á Hásteinsvelli
Það verður sannkallaður stórleikur sem fer fram á Hásteinsvelli í dag klukkan 18:00, þegar ÍBV fær Grindavík í heimsókn. Liðin eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsí Max deildina. ÍBV strákarnir eru í öðru sæti með 23 stig en Grindavík er í því fjórða með 20 stig. Tveir aðrir leikir fara fram […]
ÍBV mætir Gróttu á Hásteinsvelli
Karlalið ÍBV mætir Gróttu í Lengjudeildinni á Hásteinsvelli kl. 18.00 í dag. Um er að ræða 11. umferð deildarinnar. ÍBV situr í öðru sæti með 22 stig en Fram trónir á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 10 umferðir. Grótta hangir í 9. sætinu með 11 stig. Grótta á þó markahæsta leikmann deildarinnar, Pétur Theódór […]
ÍBV tekur á móti Kórdrengjum
Það stendur mikið til á Hásteinsvelli í dag þegar ÍBV og Kórdrengir mætast á Hásteinsvelli klukkan 18:00. Fírað verður upp í grillinu og kynntur verður til leiks hinn eini sanni ÍBV borgari sem vert er að smakka, það verða einnig kaldir drykkir til sölu þannig þið þurfið engar áhyggjur að hafa af kvöldmatnum. (meira…)
ÍBV fær Vestra í heimsókn í dag klukkan tvö
Strákarnir í meistaraflokki ÍBV taka á móti Vestra í dag kl. 24.00 á Hásteinsvelli í leik í Lengjudeildinni í fótbolta. Vonir ÍBV um að komast upp um deild eru úti og ekki fræðilegur möguleiki að falla. Það er því að engu að keppa nema að klára mótið með reisn. Fyrri viðureign liðana lyktaði, eins og […]
Strákarnir taka á móti Aftureldingu í dag
ÍBV tekur á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli kl. 18.15 í dag. ÍBV sigraði fyrri viðureign liðanna í sumar með tveimur mörkum gegn einu. Liðin hafa fimm sinnum mæst og hefur ÍBV alltaf haft betur. Leikið verður án áhorfenda en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. (meira…)
ÍBV mætir Aftureldingu á útivelli í dag
Eyjamenn heimsækja Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag klukkan 16:00 í annari umferð Lengjudeildarinnar. Eyjamenn eru með þrjú stig en Afturelding er án stiga eftir tap í fyrstu umferð. (meira…)