Hækkun lífeyrisréttinda hjá Lífeyrissjóði Vestmanneyja
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest samþykktarbreytingar sem snerta lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Réttindi hækka frá og með 1. janúar 2023, mismikið eftir aldri, mest hjá þeim sem elstir eru. Á sama tíma taka gildi nýjar lífslíkutöflur sem gera ráð fyrir að þeir sem yngri eru lifi að jafnaði lengur en þeir sem eldri eru […]
Góð ávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja árið 2020.
Rekstur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja gekk vel á árinu 2020 og var afkoma eignasafna góð Nafnávöxtun sjóðsins var 15,5% og hrein raunávöxtun 11,7%. Hrein nafnávöxtun séreignadeilda í heild var 14,3% á árinu og raunávöxtun 10,2%. Heildareignir sjóðsins voru um 70,4 milljarðar í árslok, hækkaði hrein eign um 9,3 milljarða á árinu. Langtímaávöxtun sjóðsins er góð, fimm ára […]
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja braut lög
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi brotið gegn ákvæðum laga með því að hafa ekki tilkynnt fjármálaeftirlitinu strax og lífeyrissjóðnum varð ljóst að eignir sem ekki eru skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði hafi farið yfir lögbundið hámark, að því er segir í niðurstöðu stofnunarinnar. Þar segir að fjármálaeftirlitið hafi beðið […]
Raunávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja 11,6%
Ávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja var afar góð á árinu 2019. Nafnávöxtun sjóðsins var um 14,6% á árinu, miðað við 8,4% árið 2018. Hrein raunávöxtun sjóðsins var jákvæð um 11,6% samanborið við 4,9% árið 2018. Ef horft er til síðastliðinna fimm ára er hrein meðalraunávöxtun sjóðsins 5,8% á ársgrundvelli og 4,9% ef horft er til síðastliðinna tíu […]
Vestmannaeyjabær áfrýjar ekki
Á fundi bæjarráðs í hádeginu í dag var ákveðið að áfrýja ekki máli Vestmannaeyjabæjar gegn Landsbankanum. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þann 12. desember í máli sem Vestmannaeyjabær, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Vinnslustöðin hf. höfðuðu gegn Landsbankanum hf. Bankinn var sýknaður af kröfum stefnenda. Ríkisbankinn hagnast á kostnað stofnfjáreigenda Niðurstaðamálsins var eftirfarandi:”Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu eru […]
Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. Lífeyrissjóðurinn fjárfesti í Novus fyrir tveimur árum og hlutaféð hefur nánast þurrkast út. Stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslum tveggja sjóða á mánudag. Gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma, eða Gamma:Novus og Gamma:Anglia, var fært verulega niður á mánudag. Þannig […]