Hækkun lífeyrisréttinda hjá Lífeyrissjóði Vestmanneyja

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest samþykktarbreytingar sem snerta lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Réttindi hækka frá og með 1. janúar 2023, mismikið eftir aldri, mest hjá þeim sem elstir eru. Á sama tíma taka gildi nýjar lífslíkutöflur sem gera ráð fyrir að þeir sem yngri eru lifi að jafnaði lengur en þeir sem eldri eru […]

Góð ávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja árið 2020.

Rekstur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja gekk vel á árinu 2020 og var afkoma eignasafna góð  Nafnávöxtun sjóðsins var 15,5% og hrein raunávöxtun 11,7%.  Hrein nafnávöxtun séreignadeilda í heild var 14,3% á árinu og raunávöxtun 10,2%.    Heildareignir sjóðsins voru um 70,4 milljarðar í árslok, hækkaði hrein eign um 9,3 milljarða á árinu. Langtímaávöxtun sjóðsins er góð, fimm ára […]

Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja braut lög

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabanka Íslands hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að að Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja hafi brotið gegn ákvæðum laga með því að hafa ekki til­kynnt fjár­mála­eft­ir­lit­inu strax og líf­eyr­is­sjóðnum varð ljóst að eign­ir sem ekki eru skráðar á skipu­leg­um verðbréfa­markaði hafi farið yfir lög­bundið há­mark, að því er seg­ir í niður­stöðu stofn­un­ar­inn­ar. Þar seg­ir að fjár­mála­eft­ir­litið hafi beðið […]

Raunávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja 11,6%

Ávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja var afar góð á árinu 2019. Nafnávöxtun sjóðsins var um 14,6% á árinu, miðað við 8,4% árið 2018. Hrein raunávöxtun sjóðsins var jákvæð um 11,6% samanborið við 4,9% árið 2018. Ef horft er til síðastliðinna fimm ára er hrein meðalraunávöxtun sjóðsins 5,8% á ársgrundvelli og 4,9% ef horft er til síðastliðinna tíu […]

Vestmannaeyjabær áfrýjar ekki

Á fundi bæjarráðs í hádeginu í dag var ákveðið að áfrýja ekki máli Vestmannaeyjabæjar gegn Landsbankanum. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þann 12. desember í máli sem Vestmannaeyjabær, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Vinnslustöðin hf. höfðuðu gegn Landsbankanum hf. Bankinn var sýknaður af kröfum stefnenda. Ríkisbankinn hagnast á kostnað stofnfjáreigenda Niðurstaðamálsins var eftirfarandi:”Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu eru […]

Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. Lífeyrissjóðurinn fjárfesti í Novus fyrir tveimur árum og hlutaféð hefur nánast þurrkast út. Stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslum tveggja sjóða á mánudag. Gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma, eða Gamma:Novus og Gamma:Anglia, var fært verulega niður á mánudag. Þannig […]