Sérstök forgangsröðun fjármuna

Almenn umræða um stöðu loðnuveiða fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. “Loðnubrestur er orðin staðreynd, sá þriðji á fimm árum með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Loðnubrestur er högg fyrir bæði uppsjávarsveitarfélög og þjóðarbúið allt. Það er afar sérstök forgangsröðun fjármuna að ríkið skuli ekki setja meira fjármagn í loðnurannsóknir og […]
Loðnuleiðangri lokið án árangurs

Heimaey VE er er komin til hafnar í Vestmannaeyjum eftir að hafa lokið loðnuleiðangrinum sem hófst í síðustu viku. Ábending barst um loðnu upp af Víkurál í vikunni en leit þar leiddi ekki í ljós verulegt magn. “Það var loðna að ganga upp, sennilega úr Víkurálnum, en þetta var ekki magn sem skiptir miklu máli […]
Lítið um loðnufréttir

Það er svo sem lítið að frétta enn þá,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri loðnuleitar Hafrannsóknastofnunar í samtali við Fiskifréttir. Af þremur skipum sem hófu loðnuleiðangurinn fyrir helgi er aðeins Heimaey VE eftir á miðunum. Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Ammassak luku yfirferð sinni fyrir suðaustan land fyrir nokkrum dögum án þess að finna loðnu í […]
Telja að loðna hafi fundist í talsverðu magni

Skip á vegum Hafrannsóknarstofnunar fundu í gær það sem talið er loðna í talsverðu magni suðvestur af Íslandi. „Það dró aðeins til tíðina seinni partinn í gær,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun var gestur í morgunútvarpi Rásar 2. Hann tekur þó fram að leiðindaveður sé þar sem loðnuleitin fer fram og það torveldi […]
Vonast til að geta haldið loðnuleit áfram í kvöld

Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við fiskifréttir að tvö af skipunum í yfirstandandi loðnuleitarleiðangri hafi þurft að gera hlé á rannsókninni vegna veðurs. Þetta eru Heimaey VE og Polar Ammassak sem eru nú við Ísafjörð. „Vonandi komast þeir út í kvöld eða með morgninum. Planið er að þeir haldi áfram í kantinum […]
Loðnuleysi þungt högg fyrir allt samfélagið

Fjallað er um loðnuleit og loðnuveiðar og mikilvægi þeirra fyrir fyrirtækin og samfélagið allt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. „Nú stendur yfir loðnuleit og menn munu bíða spenntir eftir niðurstöðu hennar. Loðnan skiptir þjóðarbúið allt miklu máli en mestu máli skiptir hún fyrir fyrirtækin sem annast veiðar og vinnslu á þessum litla en mikilvæga fiski. Hjá þessum […]
Samningar milli Íslands og Grænlands um skiptingu loðnu og gullkarfa

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði á föstudag fyrir ríkisstjórn minnisblöð um undirritun samninga milli Íslands og Grænlands um skiptingu loðnu og gullkarfa. Samkvæmt samningni um loðnu eykst hlutdeild Íslands um 1% úr 80% í 81%, Grænlands úr 15% í 18% og hlutdeild Noregs fer úr 5% í 1%, kjósi Noregur að gerast aðili að samkomulaginu. Aðgangur […]
Helgi á loðnuvertíð eftir fimm ára hlé:

Helgi Valdimarsson verður 75 ára á árinu hætti til sjós 2018 en sló til þegar kall kom frá Ísfélaginu, það vantaði vanan mann í brúna á Suðurey VE á loðnuvertíðinni. Helgi sló til og sér ekki eftir því, skipið gott, áhöfnin hress og skemmtileg og kunni til verka. Punkturinn yfir i-ið var svo einstaklega góð […]
Krakkar kynnast loðnu

Fimm tugir nemenda í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn til okkar í uppsjávarvinnsluna í dag, kynntu sér loðnu, kreistu úr henni hrogn og smökkuðu hrognin. Spáðu yfirleitt í þennan merkilega fisk frá öllum hliðum enda vel við hæfi því loðna er fiskur þessa árgangs í skólanum! Krakkarnir voru leystir út með nammi – […]
Bryggjurúntur á loðnuvertíð

Þó vissulega beri bæjarbragurinn merki þessa dagana að loðnuvertíð nálgist nú hámark þá voru vertíðir fyrri tíma oft mun umsvifameiri. Það er af sem áður var að hver vinnandi hönd var kölluð til og frí gefin í skólum til að vinna á vöktum við að bjarga sem mestum verðmætum á sem skemmstum tíma. Frysting og […]