Mikil eftirspurn eftir síldarhrognum

Spurn eft­ir síld­ar­hrogn­um frá Nor­egi hef­ur verið meiri í ár held­ur en nokkru sinni áður og verðið hef­ur hækkað í sam­ræmi við eft­ir­spurn­ina. Ástæða þessa er einkum tal­inn skort­ur á loðnu­hrogn­um, en ekk­ert hef­ur verið veitt af loðnu við Ísland í ár og í fyrra og sömu sögu er að segja úr Bar­ents­hafi. Síld­ar­hrogn­in eru […]

Auglýst eftir skipum til loðnumælinga

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum vegna tímabundinnar leigu á skipum til bergmálsmælinga á stærð hrygningarstofns loðnu í vetur. Um er að ræða útboð vegna hefðbundinna mælinga sem verða notaðar til grundvallar að lokaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna loðnuveiða á vertíðinni 2020/21. Útboðin verða með möguleika á framlengingu til fleiri ára ef aðilar sammælast um […]

Hafrannsóknastofnun leggur til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021

Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávarskipinu Erosi dagana 7. september – 5. október. Frá þessu er greint í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar. Rannsóknarsvæðið náði frá landgrunninu við Austur Grænland frá um 73°20’N og suðvestur með landgrunnskanti Grænlands suður fyrir 64°N, um Grænlandssund, Íslandshaf, hafsvæðis vestan Jan Mayen og […]

Fundað um fyrirkomulag loðnuleitar

Fyrirkomulag loðnuleitar í haust og vetur var til umræðu á fundi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til í gær með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinum fóru fulltrúar Hafrannsóknastofnunar yfir fyrirhugaða leit. Þar kom fram að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í haustleiðangur á mánudaginn og stendur hann yfir í […]

Binni er bjartsýnn á loðnuvertíð

Útgerðarfyr­ir­tæk­in sem hafa lagt áherslu á upp­sjáv­ar­veiði hafa átt sögu­legt fisk­veiðiár að baki, en eins og þekkt er varð loðnu­brest­ur annað árið í röð sem er í fyrsta skipti sem slíkt ger­ist frá því að loðnu­veiðar hóf­ust við Íslands­strend­ur árið 1963. Þetta hef­ur ekki ein­ung­is haft áhrif á fyr­ir­tæk­in og sagði fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið að […]

Fimmtubekkingar spá í loðnu

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja rannsökuðu loðnu í bak og fyrir í kennslustund í fyrri viku og fræddust um þennan dyntótta fisk sem síðast veiddist 2018 en hvorki í fyrra né í ár. Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, lumaði hins  vegar á nokkrum loðnum af 2018-árgerðinni í frysti og færði skólanum með ánægju. Fimmtubekkingar […]

Lokaniðurstöður birtar á næstu dögum

Í loðnuleitarleiðöngrum stofnunarinnar í janúar og febrúar mældist ekki nærri nógu mikil loðna til að hægt væri að gefa út ráðgjöf um veiðar. Engar breytingar virðast ætla að verða á því. Vonir bundnar við góða ungloðnumælingu síðasta haust. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun og leiðangursstjóri loðnuleitar stofnunarinnar, segir að nú sé verið að vinna úr […]

Kap VE fer í loðnu­leit­

Ákveðið er að senda loðnu­skipið Kap VE til loðnu­leit­ar og rann­sókna. Það verður 4. loðnu­leiðang­ur­inn í vet­ur. Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur og leiðang­urs­stjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, kvaðst vona að hægt yrði að fara þegar á morg­un í a.m.k. tíu daga leiðang­ur. Í gær var unnið að skipu­lagn­ingu. Starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar verða með um borð. „Við þurf­um að fara […]

Áhyggjuefni hversu mikið skortir upp á nýjar grunnrannsóknir

Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð lýsa yfir miklum vonbrigðum með að Sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hryggning stofnsins hefst. Með því hefði gefist mikilvægt tækifæri til rannsókna á stofninum ásamt því að hægt hefði verið að verja hrognamarkaði á erlendri grund fyrir íslenskar útgerðir […]

Niðurstöður gefa ekki tilefni til breyttrar ráðgjafar

Fram hefur komið í fréttum að loðnuskipin Börkur, Polar Amaroq og Hákon voru á loðnumiðunum og kortlögðu fremsta hluta loðnugöngu skammt undan Papey á sunnudag. Hafrannsóknastofnun hefur fengið í hendur bergmálsgögn af mælum skipanna og er bráðabirgðamat að þarna sé nálægt 90 þús. tonn af loðnu. Hafrannsóknastofnun telur, út frá fyrirliggjandi gögnum, líkur á að […]