Hefur þú notað Loftbrú?

Austurbrú óskar eftir svörum við könnun um Loftbrú. Markmið með þessari könnun er að meta notagildi og hlutverk Loftbrúar, fyrir árið 2021, út frá reynslu notendahópsins s.s. samsetningu hans, tilgang ferða, hvort ferðum hafi fjölgað, upplifun, bókanir, hverjir eru kostir úrræðisins og annmarkar. Svörun tekur um það bil 10 mínútur. Engin svör eru rakin til […]

Flug á rúmar 6000 krónur

Air Iceland Connect mun hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja 28. apríl 2021. Frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 20 mínútur. Flogið verður tvisvar á dag, fjórum sinnum í viku, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga út september. Flugsæti eru komin í sölu á heimasíðu félagsins og þar er hægur leikur að finna flug aðra leið fyrir 6.225 krónur […]

Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú

Í dag kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra útspil sitt í flugsamgöngum til landsbyggðarinnar, Loftbrú. Loftbrúin byggir á hinni svokölluðu og margumræddu skosku leið. Loftbrú veitir öllum þeim sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum 40% afslátt af heildarfargjaldi á öllum áætlunarleiðum innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, […]