Tíu staðfest COVID-19 tilfelli

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu: Síðustu daga hafa komið upp 10 staðfest COVID-19 tilfelli í Vestmannaeyjum. Tilfellin eru ekki öll með augljósa tengingu innbyrðis, þ.e.a.s. ekki hafa verið náin samskipti á milli manna í öllum tilvikum. Það eina sem virðist að svo komnu máli tengja öll tilfellin saman eru íþróttakappleikir […]

43 í sóttkví og tveir smitaðir

Folk Margmenni2

Nú eru samtals 43 einstaklingar í sóttkví í Vestmannaeyjum og fyrirséð að þeim muni fjölga á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Tveir hafa greinst með staðfest smit af COVID-19 og eru í einangrun í Vestmannaeyjum. Gerðar höfðu verið ráðstafanir vegna smitvarna á lögreglustöð og þar af leiðandi voru […]

Fyrsta smitið staðfest í Vestmannaeyjum

Aðgerðastjórn almannavarna var virkjuð í Vestmannaeyjum í dag þetta kemur fram á facebook síður Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Það kemur einnig fram að einstaklingum í sóttkví í Vestmannaeyjum hefur fjölgað og eru nú 18 í sóttkví í Vestmannaeyjum og viðbúið að þeim muni halda áfram að fjölga á næstunni. Fyrsti smitaði einstaklingurinn í Vestmannaeyjum var greindur […]

Lögreglustöðin í Vestmannaeyjum lokuð öðrum en starfsmönnum

Vegna COVID-19 faraldursins mun lögreglustöðin í Vestmannaeyjum verða lokuð öðrum en starfsmönnum lögreglu um takmarkaðan tíma. Þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunnar en hún sinnir að sjálfsögðu öllum verkefnum sem koma upp en með þessu er leitast við að koma í veg fyrir að smit berist inn á lögreglustöð. Það er því rétt að […]

Páley skipuð lögreglustjóri á Austurlandi

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið skipuð sem lögreglustjóri á Austurlandi til bráðabirgða. Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri, lætur um mánaðarmótin af störfum. Sex einstaklingar sóttu um starfið sem dómsmálaráðherra skipar í. Skipanin hefur tafist en samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er vonast til að frá henni verði gengið fyrr en síðar. Þar til nýr lögreglustjóri tekur við […]

Ný lögreglubifreið í Eyjum (myndir)

Lögreglan í Vestmannaeyjum tók nýverið í notkun nýja lögreglubifreið að gerðinni MERCEDES-BENZ – VITO TOURER. Bílnum er ætlað að leysa af 24 ára gamla Ford Econoline bifreið lögreglunnar sem var tekinn úr þjónustu og komið fyrir á Lögregluminjasafninu fyrir stuttu. Lögreglumenn sem Eyjafréttir ræddu við létu vel af bílnum og sögðu hann þægilegan í akstri. […]

Sinntu á fjórða tug verkefna (myndir)

Veður er farið að ganga veruleg niður í Vestmannaeyjum og engar aðstoðarbeiðnir borist tið aðgerðastjórnar síða um kl. 11. Aðgerðastjórn hætti því störfum kl. 12 en hún tók til starfa á miðnætti. Á fjórða tug verkefna var sinnt af hendi Björgunarfélags Vestmannaeyja og lögreglu. Ljóst er að viðvaranir og undirbúningur íbúa og eigenda fyrirtækja skipti […]

Útköllin orðin 25

Ennþá er hvasst í Vestmannaeyjum kl. 9. Vindhraði var 38 m/s en 54 m/s í hviðum. Það hefur heldur lægt síðan í nótt er mesti vindhraði var 44 m/s. Íbúar eru enn hvattir til að vera ekki á ferðinni. Það er hálka á götum, krapi og mikil bleyta. Það sem af er nætur hafa komið […]

18 útköll í nótt – myndir

Veðurofsinn í Vestmannaeyjum virðist nú vera að nálgast hámark. Það kemur fram á facebook síðu Lögreglunnar að Viðbragðsaðilum hafi borist 18 útköll. Fyrstu útköllin fóru að berast upp úr eitt í nótt, þau hafa verið víða að úr bænum. Meðalvindhraði á Stórhöfða klukkan 7:00 var 44 m/s og fóru hviður upp í 56 m/s. Haft […]

Lögreglan biður fólk að vera heima á meðan versta veðrið gengur yfir

Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. Spáð er austanátt, allt að 37 m/sek og mun meira í hviðum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á öllu landinu. Almannavarnir eru […]