Hvattir til að ganga um lífríki Eyjanna með kærleik og virðingu

Lundi

Lundaveiðitímabilið 2021 hefst á laugardag og stendur til 15. ágúst. Vestmannaeyjabær vill minna á að Lundaveiði er einungis heimil þeim sem til þess hafa gilt veiðikort og eru skráðir meðlimir í veiðifélagi sem hefur nytjarétt á tilteknum svæðum. Þó er almenningi heimil veiði í Sæfelli skv. reglum Vestmannaeyjabæjar. Lundaveiðimenn hafa sýnt ábyrgð í veiðum s.l. […]

Slepptu lundapysjum í apríl (myndir)

Það var gleði dagur hjá starfsfólk Sea life trust í gær þar sem 11 lundapysjum og tveimur fullorðnum lundum var sleppt út í náttúruna eftir vetursetu á safninu. Allir fuglarnir eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð fullri heilsu síðasta haust ýmist vegna meiðsla eða eftir að hafa orðið olíumengun að bráð. Jessica Whiton sýningarstjóri […]

Samfélag manns og lunda

Í dag föstudaginn 25. september verður Lista og menningarfélags Vestmannaeyja með sýningu sem ber yfirskriftina “samfélag manns og lunda”. Sýningin er þriðja í sýningaröð listahússins sem átti að vera í apríl s.l. en var frestað vegna Covid-19. Verkin sem verða sýnd eru eftir félagsmenn og einnig verða nokkrir gesta listamenn. Það er mikil fjölbreyttni í […]

Rúmlega fjórðung minna lundavarp en á síðasta ári

Lundarall Náttúrustofu Suðurlands nú í júní leiðir það í ljós að almenn ábúð (egg/varpholu)  lækkar um 5% milli ára í 7 byggðum en hækkar í tveimur, Grímsey um 4,9% en mest þó í Lundey á Skjálfanda um heil 12,8%. Mesta lækkunin milli ára er í Elliðaey á Breiðafirði eða 33,7% og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum […]

Lundinn er sestur upp

Hilmar Kristjánsson sá lunda í töluverðu magni seinnipartinn í dag bæði í Dalfjalli og í Klifinu. Eðlilegt er að fyrstu lunda verði vart um miðjan apríl og því hægt að segja að þessi vorboði sé mættur til Eyja á réttum tíma. (meira…)

Svart­fugl­inn sett­ist upp í Ystakletti í Eyj­um í gær

Svart­fugl­inn sett­ist upp í Ystakletti í Vest­manna­eyj­um í gær. Það hef­ur ekki gerst jafn snemma árs­ins í meira en 100 ár. Sig­ur­geir Jónas­son ljós­mynd­ari hef­ur fylgst með komu­tíma svart­fugls­ins í yfir 70 ár og faðir hans, Jón­as Sig­urðsson frá Skuld, gerði það einnig ára­tug­um sam­an. Þeir hafa því skráð komu­tíma svart­fugls­ins í meira en 100 […]

Mikið af olíublautum fuglum

Það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki Sea life þessa dagana þegar pysjutíminn er að nálgast hápunkt. Því miður er ekki allir fuglarnir sem berst til þeirra jafn sprækir, því mikið hefur borist af olíublautum fuglum inn á safnið. „Við fengum óvenju marga fugla til okkar í byrjun árs. Langvíur, álkur, teistur, lunda, […]

Fyrstu pysjurnar í kringum Þjóðhátíð?

Svo virðist sem lundavarp sé með eindæmum gott þetta árið og óvenju snemma á ferðinni ef marka má rannsóknir Erps Snæs Hansens forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. „Lundinn í Eyjum var að verpa uppúr 10. maí í ár sem er töluvert fyrr en undanfarin ár, í byrjun júní, og meira að segja þó nokkuð í fyrra fallinu […]

Lumar þú á lundaafbrigði?

Þeir Örn Hilmisson og Kristján Egilsson vinna nú að verkefni á vegum Sæheima,  sem felst í því að safna saman upplýsingum um litarafbrigði lunda í Vestmannaeyjum auk þess að taka ljósmyndir af þeim og gera aðgengilegar fyrir almenning. Biðla þeir til allra sem hafa  slík afbrigði í sínum fórum að hafa samband og mæta með […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.