Markalaust jafntefli gegn Stjörnunni
Stjarnan úr Garðabæ mætti á stelpunum í ÍBV á Hásteinsvelli í dag í frekar rólegri viðureign. Hvorugu liðinu tókst að skora þrátt fyrir ágætis færi á báða bóga. Eyjastúlkur voru þó nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins þegar Birgitta Sól Vilbergsdóttir átti góðan skalla á markið en markmanni Stjörnunnar tókst að verja. Staða […]
Góður sigur á Hlíðarenda
ÍBV sótti Valskonur heim á Hlíðarenda í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Valskomur byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu hvert dauðafærið á fætur öðru en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markmaður ÍBV, átti stórleik og varði oft á tíðum meistaralega í markinu. Cloe Lacasse kom ÍBV yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir aukaspyrnu […]
Baráttusigur á FH stúlkum
ÍBV fékk FH stúlkur í heimsókn í 11. umferð Pepsi-deildarinnar nú í kvöld. Eyjastúlkur voru mun sterkari í upphafi leiks og leiddu leikinn með tveimur mörkum gegn engu eftir engöngu 9 mínútna leik. Eftir mörk frá Sigríði Láru Garðarsdóttur á 4. mín og Cloé Lacasse á þeirri 9. Cloé var svo aftur á ferðinni á […]
Baráttusigur ÍBV kvenna
Í kvöld tóku Eyjastúlkur á móti nágrönnum sínum frá Selfossi í leik í Pepsideildinni. Selfoss stúlkur byrjuðu leikinn betur en þær misstu heldur dampinn við mark ÍBV á 39. Mínútu. En mark Eyjakvenna skoraði Sigríður Lára Garðarsdóttir með skalla eftir bakfallsspyrnu frá Shameeku Fishley. „Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik settu þær mikla pressu á okkur […]