Páskabingó í Höllinni í kvöld

Meistaraflokkur kvenna verður með páskabingó í höllinni í kvöld fimmtudaginn 21. mars. Húsið opnar klukkan 19 og fara fyrstu tölur að rúlla 19:30. Veglegir vinningar í boði, meðal annars frá Gott, Slippnum, Karl Kristmanns, Skopp og fleirum flottum fyrirtækjum. (meira…)

Marinella Panayiotou til ÍBV

Kýpverska knattspyrnukonan Marinella Panayiotou hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið 2023. Marinella hefur leikið víða í Evrópu en flesta leiki á hún á Kýpur þar sem hún hefur leikið með tveimur liðum og skorað samtals 125 mörk í 117 leikjum. Síðast var Marinella á samningi hjá ítalska liðinu ACF Arezzo en áður hjá […]

Unglingalandsliðs markvörður til ÍBV

ÍBV og Valur hafa náð samkomulagi um að Auður Scheving landsliðsmarkvörður Íslands U-19 muni leika með ÍBV sem lánsmaður á komandi leiktímabili. Auður sem á að baki 20 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd tekur nú slaginn með ÍBV í Pepsí Max deildinni. ÍBV bíður Auði innilega velkomna til félagsins. (meira…)

Emma Kelly semur við Brimingham

Miðjumaðurinn Emma Kelly sem gekk til liðs við ÍBV í byrjun sumars hefur yfirgefið herbúðir ÍBV og gengið til liðs við Birmingham í ensku úrvalsdeildinni. Emma er ekki nýgræðingur í ensku deildinni en hún hefur áður verið á mála hjá Sunderland. Einnig á hún nokkra leiki með U19 landsliði Englands. Emma spilaði stórt hlutverk í […]

ÍBV sektað, tap­ar og kemst ekki áfram

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur sektað ÍBV um 90 þúsund krón­ur fyr­ir að tefla fram ólög­leg­um leik­mönn­um í leik gegn Sel­fossi í Lengju­bik­ar kvenna 29. mars. ÍBV hef­ur einnig verið úr­sk­urðaður ósig­ur, en leik­ur­inn fór 2:0 fyr­ir ÍBV. Þær Sara Suz­anne Small og Laure Ruzugue léku með ÍBV í leikn­um en eru skráðar í er­lend fé­lög. Í […]

Fyrsti sigur ÍBV kvenna í Faxaflóamótinu

Meistaraflokkur ÍBV kvenna í knattspyrnu vann sinn fyrsta sigur í Faxaflóamótinu í gær þegar þær mættu HK/Víkingi í Kórnum. HK/Víkingur komst yfir á 25. mínútu en Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Það var svo Cloe Lacasse sem tryggði ÍBV sigurinn með marki þegar tæpar tíu mínútur voru til […]

Cloé Lacasse áfram hjá ÍBV

Cloe Lacasse hefur skrifað undir áframhaldandi samning við ÍBV sem gildir út leiktímabilið 2019 en undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Einsi kaldi . „Cloe ákvað að halda tryggð við félagið sem hún hefur leikið með allar götur síðan hún kom til Íslands.  Cloe er mjög hamingjusöm í eyjum og er algjörlega elskuð af yngri iðkendum […]

Ian Jeffs hættur með kvennalið ÍBV

Ian Jeffs er hættur sem þjálfari kvennaliðs ÍBV en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net. Samningur Jeffs er að enda og hann ætlar ekki að framlengja hann. Jeffs hefur þjálfað ÍBV undanfarin fjögur tímabil en í ár endaði liðið í 5. sæti í Pepsi-deildinni. Í fyrra varð ÍBV bikarmeistari undir stjórn Jeffs en liðið […]

Eyjastúlkur enda í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar

Það var ekki mikið undir þegar stelpurnar í ÍBV sóttu Selfoss heim í loka umferð Pepsí-deildar kvenna í dag. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu þrjú dauðafæri á fyrstu mínútu leiksins. ÍBV hélt pressunni vel í fyrri hálfleik en Selfoss vörnin hélt og staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var með heldur rólegra […]

Sannfærandi sigur í Grindavík

ÍBV sótti Grindavík heim í leik í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Eyjastúlkur byrjuðu af miklum krafti og eftir aðeins 4 mínútu leik kom Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ÍBV yfir. Þrátt fyrir að ÍBV hefði öll völd á vellinum náðu Grindvíkingar að jafna úr víti á 14. mínútu. Rut Kristjánsdóttir kom ÍBV hinsvegar aftur yfir […]