Þakklæti til borgarráðs og borgarstjóra

Vestmannaeyjabær var valinn af borgarráði Reykjavíkur sem heiðursgestur á Menningarnótt Reykjavíkur sem fram fór þann 19. ágúst sl. Bæjarráð ræddi þetta tilefni á fundi sínum í vikunni. Vestmannaeyjabær var valinn að þessu sinni í tilefni af 50 ára goslokaafmæli á árinu 2023 og vegna langvarandi vinatengsla milli bæjarfélaganna. Fjölbreytt dagskrá í tengslum við heiðursþátttöku Vestmannaeyjabæjar […]

Gíslína Dögg opnar sýningu á Menningarnótt

Gíslína Dögg Bjarkadóttir opnar sýningu á Menningarnótt og ber hún heitið, Hugur minn dvelur hjá þér – Heimaey 1973″. „Verkin á sýningunni tengjast eldgosinu á Heimaey og þeim áhrifum sem gosið hafði á samfélagið, umhverfið og náttúruna. Hér er um að ræða grafíkverk og innsetningar í bland við ýmiskonar aðferðir og náttúrustemmingar sem ég hef […]

Þakkar þann heiður sem Vestmannaeyjabæ er sýndur

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, upplýsti á fundi bæjarráðs í síðustu viku um samþykkt borgarráðs Reykjavíkur við erindi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, um að Vestmannaeyjabær verði heiðursgestur á menningarnótt Reykjavíkur 2023, í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Hátíðin er jafnan haldin fyrsta laugardag eftir 15. ágúst, en þann dag 1876 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi. […]

Vestmannaeyjabæ heiðursgestur Menningarnætur 2023

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, formlega á Menningarnótt 2023 í gær. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir það mikinn heiður og þakkaði fyrir boðið. „ Gosið á Heimaey hafði mikil áhrif á öllu landinu. Mikilvægt er […]