Minningarorð: Þórína Baldursdóttir

Elsku systir Þetta er erfiður tími núna án þín. Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að setjast niður og skrifa minningarorð um þig. Þú varst ekki bara systir mín, þú varst líka minn besti vinur og ferðafélagi, einnig varst þú búin að búa heima hjá mér í rúmlega 20 ár. Um kvöldmataleitið […]
Minning: Páll Pálmason

Fallinn er nú frá Páll Pálmason félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Vestmannaeyjum og einn af bestu leikmönnum Íþróttabandalags Vestmannaeyja frá upphafi og sá leikjahæsti, en Palli eins og við öll þekkjum hann var einna af albestu markvörðum landsins um árabil og lék með okkar landsliði á sínum tíma. Palli var fæddur á Hólagötu í […]
Minningarorð Páll Pálmason

Félagi okkar og vinur Páll Pálmason lést 6. nóv. s.l. á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja eftir erfið veikindi. Með Palla Pálma eins og hann var ávallt kallaður er genginn félagi sem um langt árabil var burðarás í knattspyrnuliði okkar Eyjamanna. Hann hóf að leika knattspyrnu með Knattspyrnufélaginu Týr árið 1958 þá þrettán ára gamall. Hann lék svo […]
Minning: Bragi Júlíusson

Þegar ég hugsa til Braga Júlíussonar dettur mér Heimaklettur í hug. Sterkir og mikilfenglegir. Þeir fóru báðir vel með það og þar var gott að reiða sig á svona trausta hlekki. Þeir áttu það sameiginlegt að standa sína plikt. Samt voru þeir ekkert skildir. Heimaklettur frá Vestmannaeyjum og Bragi ættaður úr Þykkvabænum. En leiðir þeirra […]
Minning – Þórunn Ingibjörg Ingvarsdóttir

Góður félagi okkar í ÍBV- íþróttafélagi Þórunn Ingibjörg Ingvarsdóttir er látinn eftir stutta en erfiða baráttu við við alvarleg veikindi. Þórunn var fædd í Neskaupstað 18. febrúar 1954 og lést hér í Eyjum 21. mars s,l. Þórunn kom snemma öflug að starfi íþróttanna hér í Eyjum, fyrst hjá Knattspyrnufélaginu Týr og svo að starfsemi Í.B.V. íþróttafélags […]
Þórður Magnússon, minning

Það er tímanna tákna að þeim fækkar Eyjamönnunum sem kenndir eru við æskuheimili sín. Þórður á Skansinum er einn þeirra. Í huga lítils peyja í Grænuhlíðinni var ljómi yfir vörubílstjóranum sem bjó á Bakkastígnum. Hann átti snemma kranabíl og var á undan sinni samtíð og svo var hann líkari stórstjörnunum sem ég sá í þrjú […]
Ingimar Ágúst Guðmarsson minning, d. 6. janúar 2021

Það var auðvitað stæll á peyjanum þegar Ingimari bauð pabba kærustunnar sinnar í bíltúr á nýjum jeppa. Það þurfti aðeins að gefa karlinum inn og láta finna fyrir sér. Ingimar átti nýjan svartan Mitsubishi og það var ekið suður í Klauf og mér leist vel á bílinn en enn betur á kærastann. Ingimar Ágúst var […]
Páll Árnason múrari, minning

Palli Árna múrari var innangirðingarmaður frá Vesturhúsum en lengst af bjó á Auðsstöðum við Brekastíg. Palli var 15 ára þegar faðir hans lést og móðir hans þá sjúklingur og hann sendur í fóstur hjá móðursystur sinni á Vesturhúsum. Þar voru fyrir 16 börn og einn munnur í viðbót ekki málið frekar en að 6 frændur […]
Minning: Kristinn Guðni Ragnarsson

Kristinn Guðni Ragnarsson pípulagningameistari fæddist í Vestmannaeyjum 08. desember 1962. Hann lést á heimili sínu 25. október 2020. Foreldrar hans voru Ragnar Guðnason sjómaður frá Steini f. 07. janúar 1942 í Vestmannaeyjum og Ásta Kristinsdóttir f. 08. ágúst 1942 frá Skjaldbreið í Vestmannaeyjum. Kristinn Guðni átti eina systir, Guðrún Bjarný f. 06. október 1959 í […]
Minning: Sigurbjörn M. Theodórsson

Það er mikil gæfa að eiga móðurbróður (reyndar tvo móðurbræður og fjórar móðursystur) sem er svo stór og dýrmætur partur af lífi mínu. Orð eru fátækleg á svona stundum en svona minnist ég Sibba frænda sem verður jarðsettur frá Landakirkju í dag. Greinin birtist í Morgunblaðinu.Stóri frændi minn. Uppáhaldsfrændi minn.Þvílík ævintýraveröld sem það var að […]