Minning: Bragi Júlíusson
1. júlí, 2021

Þegar ég hugsa til Braga Júlíussonar dettur mér Heimaklettur í hug. Sterkir og mikilfenglegir. Þeir fóru báðir vel með það og þar var gott að reiða sig á svona trausta hlekki. Þeir áttu það sameiginlegt að standa sína plikt. Samt voru þeir ekkert skildir. Heimaklettur frá Vestmannaeyjum og Bragi ættaður úr Þykkvabænum. En leiðir þeirra lágu saman þegar Bragi kom til Eyja og gerðist sjómaður og var lengst af á Árna í Görðum Ve. Hann kynntist Sigþóru í Úthlíð og úr varð falleg saga. Það varð farsælt og gott samband sem er svo lýsandi fyrir allt sem sneri að honum Braga. Hann var farsæll maður í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Lærður vélstjóri og vann lengst af sem verkstjóri og vélar og tæki voru ekki langt undan á lífsleiðinni. Síðustu árin var hann yfirmaður í FES-inu og vann sér þar inn traust bæði samstarfsmanna sinna sem og yfirmanna og eigenda Ísfélagsins. Þar kom sér vel þekking hans á því hvernig vélar og tæki vinna saman. Æðakerfi vinnslunnar þar sem hráefnið fer úr tönkum í sjóðara, í pressur og skilvindur, lýsi í tanka og mjöl í sekki. Ég veit ekki hvort mér hefði enst ævin að skilja þetta allt sem lék í höndunum á Braga og hans mönnum. Samspil stjórnandans og starfsmanna var lykillinn af góðri útkomu og þann lykil var Bragi með í hönum sér alla vinnudaga og skilaði góðri vinnslu, afkomu og ánægðum mannskap. Það er einkennandi fyrir góðan stjórnanda að grípa sjaldan til eða beita sér heldur vinna með sínum mönnum og láta öllum líða vel, þannig yfirmaður var hann. Bragi Júll var einhvernveginn þannig maður að hann þurf ekkert að leggja það sérstaklega á sig að láta hlutina gagna vel. Fumlaus og óhikuð framkoma og ég vildi segja þessi holling sem fylgdi honum var svo afgerandi. Við kynntumst á vettvangi vinnunnar þar sem mikið var að gera og dagarnir oft langir. Bragi, Silli og Ingvi Sigurgeirs voru saman í útgerð og við náðum vel saman. Þeir stóðu með mér eins og klettar og við urðum hluti af skemmtilegu teymi sem ferðaðist mikið um hálendið og landið okkar allt. Þar naut Bragi sín hvað best. Hann unni landinu og margar okkar bestu stunda voru þar. Ósjaldan vorum við á tjaldstæðinu við Seljalandsfoss og mér finnst eins og Bragi hafi líka verið líkur fossinum Gljúfrabúa, mildur og góður þegar við sátum saman, grilluðum og áttum skemmtilegar stundir fram á kvöld, jafnvel lengur. En hann gat líka látið finna fyrir sér eins og Dettifoss þegar á þurfti að halda. Einu sinni fórum við á mörgum bílum um Fjallabak. Á leiðinni austur Mælifellssand grípur mig einhver látalæti og ég keyri frekar ógætileg og hratt austur sandinn. Þegar við áðum næst kemur Bragi til mín og tók í vin sinn. Honum líkaði ekki framkoma mín, hvorki við samferðafólkið eða náttúruna sem við gengum jafnan vel um. Hann vildi ekki eiga það inni frekar en annað, hvorki hjá mér eða öðrum. Það eru þessi hreinleiki í framkomu sem gerir það að verkum að maður heldur að viðkomandi sé skyldur Heimakletti þó hann sé það alls ekki.

Ég votta Sigþóru og fjölskyldunni hjartans samúð.

Ásmundur Friðriksson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst