Grindavík næstu andstæðingar í bikarnum

ÍBV fær Grindavík í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en dregið var rétt í þessu. Liðin hafa mæst þrisvar áður í bikarnum og höfðu Grindvíkingar betur í fyrstu tveimur viðureignunum eftir vítaspyrnukeppni, en báðir leikirnir fóru 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Síðasta bikarviðureign liðanna var 2020 en þá sigruðu Eyjamenn örugglega 5-1 og þurfti enga framlengingu […]

Forskot á fótboltasumarið

Strákarnir taka forskot á fótboltasumarið í dag þegar þeir fá Knattspyrnufélag Garðabæjar í heimsókn á Hásteinsvöll í Mjólkurbikarnum. KFG leikur í 2. deild en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. “Nú er mál að klæða sig í úlpu og vettlinga og hvetja strákana til sigurs á leiknum sem hefst klukkan 14:00,” segir […]

ÍBV heimsækir stjörnuna í bikarslag

Það eru átta leikir á dagskrá í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins sem fara af stað með spennandi Bestu deildarslag í kvöld, þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV í beinni útsendingu á RÚV. Stórlið Breiðabliks, Vals, KA og KR eiga öll leiki við neðrideildalið. Leiknir R. og Selfoss eigast svo við í Lengjudeildarslag áður en Fram etur […]

32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. ÍBV mætir Stjörnunni

Dregið var í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Liðin í Bestu deild karla koma nú inn í keppnina ásamt þeim 20 félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ dró úr pottinum, með aðstoð Ingólfs Hannessonar fyrrum íþróttafréttamanni og Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra KSÍ. 32 liða úrslitin fara fram dagana 19-21. […]

KFS tekur á móti Þrótti Rvk á heimavelli

KFS á heimaleik gegn Þrótti Rvk fimmtudaginn 6. apríl kl. 14:00 á Helgafellsvelli. KFS komst áfram úr fyrstu umferð mjólkurbikarsins með sigri á Ými frá Kópavogi og lendir í skemmtilegu verkefni á móti Þrótt Rvk, sem leikur í Lengjudeildinni. Athyglisvert er að segja frá því að þjálfari Þrótts er Ian Jeffs.     (meira…)

Mjólkurbikarinn rúllar áfram

Bæði karlalið ÍBV og KFS verða í eldlínunni í dag þegar leikið verðu í Mjólkurbikarnum. ÍBV heimsækir ÍR í Breiðholti. ÍR situr í fjórðasæti 2. deildar. KFS tekur á móti Víkingi frá Ólafsvík á Hásteinsvelli. Víkingar sitja í 12 og neðsta sæti Lengjudeildar en KFS situr í sama sæti í 3. deild og því ljóst […]

ÍBV mætir Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum

Í dag fer fram fyrsti bikarleikur sumarsins en þá mætast ÍBV og Reynir Sandgerði á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarnum. Leikurinn hefst kl. 14:00 og verða áhorfendur leyfðir á leiknum. (meira…)

ÍBV mætir FH í Mjólkurbikar karla

Í gær var dregið í undanúrslit í Mjólkurbikars karla og kvenna. Karlalið ÍBV var í pottinum og dróst á móti FH. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 3. september tillögu frá mótanefnd sem heimilar að undanúrslit í Mjólkurbikar séu leikin á hlutlausum völlum þar sem eru flóðljós. Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram sunnudaginn 1. nóvember […]

Páll Magnússon sakaður um dónaskap

Jón Sveinsson þjálfari Fram var svekktur í lok leiks ÍBV og Fram á Hásteinsvelli í gærkvöldi þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi eftir að Róbert Aron Eysteinsson skoraði frábært mark í uppbótartíma leiksins. Viðtal við Jón sem birtist á vefnum fotbolti.net hefur vakið athygli en þar segir hann Pál Magnússon, alþingismann, hafa verið […]

ÍBV áfram í bikarnum á ævintýralegan hátt (myndir)

ÍBV er komið áfram í Mjólkurbikar karla eftir leik við Fram á Hásteinsvelli í kvöld. Óhætt er að segja að sigur ÍBV hafi ekki getað staðið tæpar en í kvöld. Gestirnir í Fram byrjuðu betur og komust yfir eftir 20 mínútna leik með marki Fred Saraiva. Þannig stóð í hálfleik Eyþór Daði Kjartansson jafnaði svo […]