Bæði karlalið ÍBV og KFS verða í eldlínunni í dag þegar leikið verðu í Mjólkurbikarnum. ÍBV heimsækir ÍR í Breiðholti. ÍR situr í fjórðasæti 2. deildar. KFS tekur á móti Víkingi frá Ólafsvík á Hásteinsvelli. Víkingar sitja í 12 og neðsta sæti Lengjudeildar en KFS situr í sama sæti í 3. deild og því ljóst að verkefnið er verðugt hjá Gunnari Heiðari og hans strákum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst