Leggja til að stöðva lundaveiðar

Í nýútkominni skýrslu Náttúrustofu Suðurlands um stofnvöktun lunda kemur fram að árlegur stofnvöxtur íslenska lundastofnsins á landsvísu er undir stofnvistfræðilegum sjálfbærnimörkum og hefur líklega verið það að mestu leyti allt frá árinu 1995. Í skýrslunni er lagt til að stöðva veiðar þar til stofnvöxtur verður nægjanlegur fyrir náttúruleg afföll og hóflega veiði. Hófleg veiði telur […]
Í vanda þegar vorblóma seinkar

Seinkun þörungablómans í hafinu hefur afleiðingar fyrir sandsílastofninn og þar með áhrif á stofnstærð lundans og fleiri sjófugla. Rætt við Erp Snæ Hansen um samhengið í lífríki hafsins á vef fiskifrétta. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur í rannsóknum sínum um árabil haft augun á lunda og sandsíli. Síðastliðið vor kom út grein þar […]
Von á fyrstu pysjunum fljótlega eftir Þjóðhátíð

Náttúrustofa Suðurlands hefur í sumar skoðað í lundaholur og samkvæmt þeirra niðurstöðum er von á fyrstu pysjunum fljótlega eftir Þjóðhátíð. Þetta kemur fram á facebook-síðu Pysjueftirlitsins. Skráningar hjá eftirlitinu hafa verið góðar síðustu tvö ár en í fyrra var 7651 pysja skráð sem var annað besta ár frá upphafi skráninga en 2019 fundust 7706 pysjur. […]
Loðnu rekur á land í Víkurfjöru

Loðna liggur nú sjórekinn í Víkurfjöru. Frá þessu er greint á facebook síðu Náttúrustofu Suðurlands. Það er ekki óþekkt að þetta gerist á þessum árstíma en loðnuna er að reka á land fyrr en fyrir ári síðan. Þá voru þessar myndir teknar í byrjun mars. Loðnan drepst eftir hrygningu og er þetta vitni um nýafstaðna […]
Jóna Sigríður formaður Náttúrustofu Suðurlands

Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar var meðal dagskrárliða á fundi bæjarstórnar í síðustu viku. Samkvæmt 7. tl. C-liðar 42. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, kýs bæjarstjórn aðal- og varafulltrúa stjórnar Náttúrustofu Suðurlands og skipar formann stjórnarinnar sbr. 12. gr. laga nr. 60/1992. Gerðar eru þær breytingar […]
Rúmlega fjórðung minna lundavarp en á síðasta ári

Lundarall Náttúrustofu Suðurlands nú í júní leiðir það í ljós að almenn ábúð (egg/varpholu) lækkar um 5% milli ára í 7 byggðum en hækkar í tveimur, Grímsey um 4,9% en mest þó í Lundey á Skjálfanda um heil 12,8%. Mesta lækkunin milli ára er í Elliðaey á Breiðafirði eða 33,7% og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum […]
Stöndum saman að vöktun og velferð sjófugla

Í frettum undanfarið hefur verið sagt frá sjófuglum hér í Vestmannaeyjum í fjörum við Dyrhólaey og Þorlákshöfn sem hafa verið mjög illa útleiknir af grút og olíu. Fjölda fugla hefur verið komið til starfsfólks Sea Life hér í Eyjum sem hafa hreinsað fuglanna og komið til bjargar. Talsvert hefur verið um grútarblauta fugla hér í […]
Hart barist á bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi í Einarsstofu. Þrettán mál voru á dagskrá fundarins og fjölmörg mál til umfjöllunar. Áberandi var á fundinum hversu ítrekað bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ræddu um samskiptaleysi, skort á gögnum og óvandaðri stjórnsýslu. Fengu svar 10 mínútum fyrir fundinn Á fundinum var tekin ákvörðun um að þeir fulltrúar sem sitja í bæjarráði Vestmannaeyja […]