Njáll ekki í framboð

„Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér á lista Framsóknar í komandi kosningum.” segir Njáll Ragnarsson, framsóknarmaður og oddviti Eyjalistans aðspurður um hvort hann hyggist gefa kost á sér á lista í komandi kosningum. „Eins og alltaf eru þessar kosningar mikilvægar. Það sem öllu máli skiptir er að næsta ríkisstjórn geti tekist á […]

Ákalli svarað

Í síðustu viku birtust á vef Eyjafrétta þrjár fréttir sem vöktu athygli mína svo um munaði. Ég get því ekki annað en brugðist við ákalli ritstjóra Eyjafrétta og stungið niður penna. Fyrsta fréttin snerist um að Eyjapresturinn Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Gárungarnir voru ekki lengi að setja saman brandara um […]

Birgir Nielsen bæjarlistamaður Vestmannaeyja

Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum rétt í þessu.  Skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur lög og nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lásu ljóð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs tilynnti um valið sem að þessu sinni var tónlistarmaðurinn Birgir Nielsen. Njáll kom meðal annar inn á það […]

Samstaða er sterkasta vopnið

20230101 134219

Á margan hátt má segja að samtakamáttur Vestmannaeyinga sé eitt af einkennum okkar sem hér búum. Þetta er vissulega ekki alltaf sýnilegt en þegar vel er að gáð koma fjölmörg dæmi þess glögglega í ljós. Eitt lítið dæmi um þetta er samtakamáttur ferðaþjónustuaðila hér í bæ sem ákváðu árið 2019 að í stað þess að […]

Ráðning hafnarstjóra: Formgallinn stendur einn eftir

Eftir að dómur er fallinn varðandi ráðningu í starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum stendur ekkert eftir af málinu annað en formgallar í málsmeðferð Framkvæmda- og hafnarráðs og að athafnir ráðsins hafi ekki verið rétt færðar til bókar í fundargerð. Af því er rétt og skylt að læra og verður gert. Vestmannaeyjabær var sýknaður að fullu í […]

Næst á dagskrá!

Fjögur ár eru frá því að ég hóf afskipti af bæjarpólitíkinni og fyrir fjórum árum lagði Eyjalistinn aðaláherslu á skólamál, þjónustu við nemendur í leik- og grunnskólum og bætta þjónustu við íbúa almennt. Þegar ég lít til baka á þau verk sem okkur Eyjalistafólki hefur tekist að ná fram á líðandi kjötímabili get ég sagt […]

Margt gerðist, sem betur fer! En betur má ef duga skal

Það er grunnregla í stjórnsýslu og stjórnskipan að aldrei má aðskilja vald og ábyrgð. Sá sem fer með endanlegt vald ber líka endanlega ábyrgð. Í grein eftir bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins sem birtist á netmiðlum í gær var því haldið fram, að við bæjaryfirvöld sé að sakast um hvernig Vegagerðin stendur að dýpkun Landeyjahafnar, eða öllu heldur […]

Ánægðastir allra með búsetuskilyrði sín

Frétt á vef Fréttablaðsins sem birtist í gær var sérstaklega gleðileg. Þar var greint frá því að samkvæmt könnun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi eru Vestmannaeyingar ánægðastir landsmanna allra með búsetuskilyrði sín. Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að efla þjónustu við íbúa og sérstaklega barnafjölskyldur. Frístundastyrkurinn var tvöfaldaður frá því sem var, gjaldskrá […]

Eitt lítið loforð

„Við ætlum að tvöfalda frístundastyrkinn, lækka aldurstakmörk og gera umsóknarferlið einfaldara og notendavænna“. Þetta litla loforð gaf Eyjalistinn út í stefnuskrá sinni í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga. Frístundastyrkurinn hefur alltaf verið fólkinu á bak við Eyjalistann hjartans mál enda var málið upphaflega lagt fram af þáverandi bæjarfulltrúum listans, þeim Jórunni Einarsdóttur og Stefáni Jónassyni. Með frístundastyrknum […]

Fjárfestum í ungu fólki!

Á undanförnum árum hafa málefni barna verið í forgrunni hjá Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra. Ásmundur hefur staðið fyrir einu mesta átaki í málefnum barna sem nokkru sinni hefur verið framkvæmt með það fyrir augum að öll börn njóti sömu réttinda til opinberrar þjónustu. Að því leyti voru samþykkt ný lög um samþættingu þjónustu í þágu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.