Strákarnir mæta Þór fyrir norðan

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV sækja heim Þór Amureyri í dag kl 15.00 í leik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þór situr í áttunda sæti fyrir leikinn með þrjú stig en ÍBV er í því þriðja með sex. Leikurinn verður sýndur beint á Youtube rás Þórs. (meira…)

Tvíhöfði í handboltanum

Það er komið að fyrsta tvíhöfða vetrarins en í dag mæta bæði karla og kvenna lið ÍBV liðum Vals í Olísdeildunum í Vestmannaeyjum. Stelpurnar hefja leik klukkan 14:45 og strákarnir fylgja svo á eftir klukkan 17:30. Kvenna lið Vals kom til Eyja í gær og karla liðið er væntanlegt með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Það skal […]

Handbolti í dag í tómum húsum

Handboltalið ÍBV standa í ströngu í dag og fóru bæði til lands með 9:30 ferð Herjólfs í morgun. Önnur umferð í Olís deild karla klárast í dag með leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum en flautað verður til leiks klukkan 17:30 og er leikurinn sýndur á stöð 2 sport. Stelpurnar heimsækja lið HK í Kórinn […]

Eyjamenn bornir þungum sökum

Ummæli sem Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 lét falla í beinni útsendingu á mánudagskvöld hafa vakið athygli víða. Guðjón lýsti leik Selfoss og Aftureldingar í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í Olís deild karla ásamt Guðlaugi Arnarsyni. Í umræðu um svokallað „Júggabragð“ lætur Guðjón eftirfarandi orð falla: „Eyjamenn eru klókir í þessu þeir gera þetta mikið, takið eftir.“ […]

Strákarnir fara í Mosó

ÍBV strákarnir heimsækja Aftureldingu í dag í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og veður í beinni útsendingu Afturelding TV á youtube   (meira…)

Grétar Þór klár – óvíst með Sigurberg og Tedda

Olísdeild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld klukkan 18:30, þegar ÍBV tekur á móti Val. Valsmenn voru á mikilli siglingu í deildinni fram að hléi og hafa á að skipa sterku liði og því ljóst að verkefnið er krefjandi. Við heyrðum í Kristni Guðmundssyni og spurðum hann út í ástandið á hópnum […]

Mosfellingar koma með flugi

ÍBV og Afturelding mætast í kvöld í Vestmannaeyjum í 6. umferð Olís deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 18:30. Mosfellingar koma með flugi til Vestmannaeyja seinnipartinn en ágætis útlit er fyrir flug þrátt fyrir hvassa austan átt. Liðin sitja jöfn í 3.-4. sæti með átta stig eftir fimm umferðir. Það má því búast við hörku leik […]

Suðurlandsslagur kl. 18:30 í kvöld

Strákarnir í ÍBV taka á móti Selfyssingum í fimmtu umferð Olís deildar karla í kvöld. Selfysingar standa í ströngu þessa dagana en þeir taka á móti HK Malmö í hleðsluhöllinni næstu helgi. ÍBV er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og geta með sigri í kvöld jafnað ÍR á toppi deildarinnar. (meira…)

Toppsætið í boði á Hlíðarenda í kvöld

ÍBV strákarnir heimsækja Valsara í lokaleik fjórðu umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. ÍBV getur með sigri komist í efsta sæti deildarinnar en ÍBV hefur hingað til unnið alla þrá leiki sína. Valsmenn eru með þrjú stig eftir þrár umferðir. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.