Stelpurnar frá Fylki í heimsókn

Meistaraflokkur kvenna í fótbolta getur gulltryggt sæti sitt í Pepsi Max deildinni í dag þegar þær taka á móti Fylki á Hásteinsvelli kl. 14:00. Á sama tíma sækir meistaraflokkur karla í handbolta Fram heim í Framhúsinu í 2. umferð Olís deildarinnar. (meira…)
Sannfærandi sigur gegn Stjörnunni í fyrsta leik – myndir

Kristján Örn Kristjánsson fór fyrir sóknarleiknum og skoraði 12 mörk, þegar ÍBV tóku á móti Stjörnunni í fyrsta leik Olís-deildar karla í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir með 7-2 forystu eftir aðeins 11 mínútna leik. Þar var það góður varnaleikur og markvarsla sem spiluðu góða rullu. Staðan í hálfleik 17-10, […]
Fyrsti heimaleikur vetrarins hjá strákunum

Handbolta vertíðin hefst formlega í dag þegar ÍBV strákarnir taka á móti Stjörnunni kl. 16:00 í fyrstu umferð Olísdeildarinnar. ÍBV var á dögunum spáð þriðja sæti í árlegri spá liðanna en Stjörnunni því sjöunda. Stjarnan kemur með mikið breytt lið til keppni frá í fyrra og hefur bætt við sig sterkum leikmönnum þar á meðal […]
ÍBV úr leik eftir tap á Ásvöllum

Oddaleikur undanúrslita rimmu ÍBV og Hauka fór fram á Ásvöllum í gær. Fjölmargir Eyjamenn fylgdu liði sínu í Hafnarfjörðinn og stemningin frábær. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og náðu fjögurra marka forystu strax á 7. mínútu. ÍBV vann sig jafnt og þétt inn í leikinn en komst aldrei nær en eitt mark rétt fyrir […]
ÍBV tryggði sér oddaleikinn

ÍBV tryggði sér oddaleik með sigri á Haukum í kvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla nú í kvöld. Fullt var út úr dyrum í Höllinni og rífandi stemning á pöllunum. Eyjamenn tóku frumkvæðið mjög fljótlega í leiknum með glimrandi góðum sóknarleik og héldu því nánast allan leikin. Haukar hleyptu þeim þó aldrei mjög langt framúr. Staðan […]
ÍBV og Haukar mætast í fjórða leiknum í Eyjum í kvöld

Undanúrslitarimma ÍBV og Hauka hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum enda farið fram jafnt innan sem utanvallar. Nú er hinsvegar komið að næsta handboltaleik liðanna. Liðin mætast í kvöld kl. 18.30 í Vestmannaeyjum. Síðasti leikur liðanna í Eyjum er enn í umræðunni en þar fóru fjögur rauð spjöld á loft þar á meðal eftir hið […]
Fjögur rauð spjöld og ÍBV jafnaði einvígið

ÍBV tók á móti Haukum nú í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn var í járnum allt frá byrjun til enda og skiptust liðin á að leiða. Eyjamenn náðu fimm marka forrystu um miðbik fyrri hálfleiks, 9-5, en Haukar náðu að snúa því við og leiddu með einu marki, 18-19, […]
Haukar leiða einvígið eftir fimm marka sigur í fyrsta leik

ÍBV sótti Hauka heim í Hafnarfjörðinn nú í kvöld í fyrsta leik í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu fljótlega tveggja marka forystu. Eyjamenn vöknuðu þó til lífsins um miðbik hálfleiksins og náðu eins mark forskoti. Það hefði getað orðið þrjú mörk en Grétar Ari Guðjónsson markvörður Hauka varði í kjölfarið tvívegis frá […]
Áfram í undanúrslit eftir sannfærandi sigur á bikarmeisturum FH

Eyjamenn fengu FH í heimsókn í gær í öðrum leik liðanna í áttaliða úrslitum Olís-deildarinnar. ÍBV sigraði fyrri leikinn með fimm marka munn 23-28. Það var því að duga eða drepast fyrir FH. Heimamenn tóku fljótlega frumkvæðið í leiknum leiddu nánast allan leikinn og höfðu sjö marka forystu í hálfleik 19-12. Síðari hálfleikur var svo […]
Jafntefli í baráttuleik gegn Haukum

Strákarnir í ÍBV léku sinn síðasta heimaleik í Olís-deildinni, fyrir úrslitakeppnina, í gærkvöldi er þeir tóku á móti Haukum. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu frá upphafi til enda. Á fyrsti mínútum leiksins fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson að líta rauða spjaldið fyrir að skella Daníel Erni Griffin í gólfið sem var fluttur á sjúkrahús til skoðunar […]