Páley tekin við fyrir norðan

Nýr lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Páley Borgþórsdóttir tók til starfa við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í morgun. Eyþór Þorbergsson sem gengt hefur lögreglustjóraembættinu undanfarnar vikur afhendi Páleyju aðgangskortið hennar og bauð hana velkomna til starfa. (meira…)

Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra

Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá og með 13. júlí næstkomandi. Hæfnisnefnd sem skipuð var til að fara yfir og meta hæfni umsókna um embætti ríkislögreglustjóra mat Páleyju hæfasta umsækjenda. Páley hefur frá árinu 2015 gegnt embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002. Hún var löglærður fulltrúi […]

Einn aðili í sóttkví í Vestmannaeyjum

Einn aðili er í sóttkví í Vestmannaeyjum þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í samtali við Eyjafréttir. Samkvæmt vefsíðunni covid.is eru alls 443 í sóttkví á landinu öllu og 12 virk smit. Ekki hefur greinst nýtt Covid-19 smit í Vestmannaeyjum frá því 20. apríl. Aðgerðastjórn hefur ekki komið saman vegna þess en stjórnin fundaði síðast 25. […]

Páley sækir um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra

Fimm umsóknir bárust um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra sem auglýst var laus til umsóknar, en umsóknarfrestur rann út 25. maí síðastliðinn. Hæfnisnefnd mun í framhaldinu meta umsækjendur. Eftirtaldir sóttu um stöðuna. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, Halldóra Kristín Hauksdótti, lögmaður hjá Akureyrarbæ, Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur hjá Fiskistofu, Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Sigurður Hólmar […]

Eyjamenn hafa staðið sig með eindæmum vel

Enn eru staðfest smit í Vestmannaeyjum 105 og gleðilegt er að 101 einstaklingur hefur náð bata og því aðeins 4 í einangrun og hafa ekki verið jafn fáir síðan 17.03.2020. 11 einstaklingar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Eyjamenn hafa staðið sig með eindæmum vel að virða reglur vegna faraldursins og hafa lagt mikið á sig […]

Lögreglan í startholunum að sekta

Eftir því sem tíminn líður verðum við öll óþreyjufyllri að Covid-19 faraldurinn gangi yfir og að lífið geti haldið áfram sinn vanagang. Börn og fullorðnir þrá samvista með sínum nánustu, handabönd og faðmlög. Nú reynir á úthaldið og ekki má slá slöku við. Nú þegar hafa sex dauðsföll orðið af völdum Covid og 39 eru […]

Við björgum mannslífum með því að virða reglur

Á morgun eru þrjár vikur frá því við fengum fyrsta smit COVID-19 staðfest í Vestmannaeyjum. Margt vatn hefur runnið til sjávar og síðan þá hafa 84 verið greindir með sjúkdóminn í okkar samfélagi og 4 náð bata. Á Íslandi öllu eru tilfellin orðin um 1400 talsins og tæplega 400 manns hafa náð bata. Fólk sem […]

Páley gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisfélagsins

Gestur á laugardagsfundi verður Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri. Hún situr í aðgerðarstjórn almannavarnarnefndar og hefur því í nógu verið að snúast hjá henni undanfarna daga. Fundurinn mun fara fram á fésbókarsíðu Sjálfstæðisfélagsins og verður að venju á laugardegi kl.11:00. Gert er ráð fyrir að fundi sé lokið fyrir hádegi. Páley mun verða með erindi í beinni […]

Spurningum bæjarbúa vegna Covid19 í Vestmannaeyjum svarað (myndband)

Margar spurningar brenna á fólki í Eyjum varðandi ástandið vegna COVID-19. Til að bregðast við því bauðst Vestmannaeyingum að leggja inn spurningar í spurningabanka. Hér svar þau Páley Borgþórsdóttir, Íris Róbertsdóttir og Hjörtur Kristjánsson spurningum bæjarbúa. (meira…)

Ekkert barnanna sem skimuð voru úr 1.-4. bekk GRV með kórónaveiruna

Það eru tvímælalaust góðar fréttir að af öllum þeim tugum barna sem voru skimuð úr 1.-4. Bekk GRV var ekkert þeirra með kórónaveiruna. Ekkert sýni greindist heldur jákvætt hjá öllum þeim fjölmörgu sem sýni voru tekin hjá í 7. Bekk. Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það […]