Ráðherrann ræður

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: ‘’Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um […]

Nægt vatnsrennsli til Vestmannaeyja

Að gefnu tilefni er rétt að árétta að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Almannavarnayfirvöld hafa sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand væri í Vestmannaeyjum vegna þessa og unnið væri að því að koma í veg […]

Allt gert til að tryggja vatnið!

Núna rétt áðan tilkynnti Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þá ákvörðun sína að Vestmannaeyjabær væri settur á hættustig vegna þess ástands sem skapast hefur við tjónið sem varð á vatnslögninni til Eyja fyrir rúmri viku. Það kemur auðvitað óþægilega við okkur öll þegar þær aðstæður skapast að flytja þurfi bæinn okkar á hættustig, en því fylgir reyndar líka […]

Bjart yfir bænum okkar

Það er bjart yfir í Vestmannaeyjum þessi áramótin – þótt allt sé á kafi í snjó. Árið sem nú er að draga síðustu andartökin var okkur á margan hátt gjöfult og gott. Það áraði vel í sjávarútvegi og ferðaþjónustan náði sér aftur á strik eftir nokkur mögur covid-ár. Ýmis önnur atvinnutengd starfsemi stendur líka í […]

Ráðning hafnarstjóra: Formgallinn stendur einn eftir

Eftir að dómur er fallinn varðandi ráðningu í starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum stendur ekkert eftir af málinu annað en formgallar í málsmeðferð Framkvæmda- og hafnarráðs og að athafnir ráðsins hafi ekki verið rétt færðar til bókar í fundargerð. Af því er rétt og skylt að læra og verður gert. Vestmannaeyjabær var sýknaður að fullu í […]

Íris og Páll í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða

Í bæjarráði var brugðist við ósk forsætisráðuneytisins um tilnefningu í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða um eldgosið á Heimaey. Tveir fulltrúar af fimm  eru tilnefndir af bæjarstjórn Vestmannaeyja, tveir af Alþingi og einn án tilnefningar. Það er  Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins sem verður formaður. Í bæjarráði voru Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar […]

Kæru Vestmannaeyingar!

Við í H-listanum, Fyrir Heimaey, þökkum ykkur innilega fyrir það traust sem þið sýnduð okkur í kosningunum í gær. Við bættum við okkur fylgi, fengum 35,7% atkvæða, og meirihlutinn hélt velli. Úrslitin sýna, svo ekki verður um villst, að bæjarbúar taka undir það sjónarmið okkar að Fyrir Heimaey eigi við þá sjálfstætt og mikilvægt erindi […]

Þarf bæjarstjórinn að „koma til Eyja”?

  Nú er um það bil að ljúka frekar kyrrlátri og kurteislegri kosningabaráttu hér í Eyjum – a.m.k. af hálfu frambjóðendanna sjálfra. Við skulum vona að það haldist allt til enda. Það er miklu uppbyggilegra og skemmtilegra að ræða um ögranir og úrlausnarefni okkar Eyjamanna á málefnalegan hátt – en með persónulegu skítkasti. Það er […]

Vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum

Þetta eru örfá lokaorð sem ég flutti á almennum framboðsfundi í Eldheimum á miðvikudagskvöld; með þeim fyrirvara auðvitað að í ræðu kann eitthvað að hafa bæst við eða fallið út úr skrifuðum texta sem hafður er til hliðsjónar: Fundarstjóri – góðir Eyjamenn! Ástæðan fyrir því að ég gekk til liðs við H-listann – Fyrir Heimaey […]

Nýtt útboð – öflug hagsmunagæsla!

Auglýsing Vegagerðarinnar nú fyrir helgina – um nýtt útboð á dýpkun í Landeyjahöfn – felur í sér formlega staðfestingu á því hve miklum árangri bæjaryfirvöld hafa náð í hagsmunagæslu á þessu sviði síðustu fjögur árin. Sjálfur reyndi ég eftir megni sem þingmaður að leggjast á sveif með forráðamönnum bæjarins í þessum efnum – og vonandi […]