Fá Fram í heimsókn í bikarnum

Keppni í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Fram. Liðin sitja í fjótða og fimmta sæti Olísdeildarinnar bæði með ellefu stig eftir níu leiki en liðin hafa ekki mæst það sem af er vetri. Það má því búast við jöfnum og spennandi leik í dag. 18. […]
Áhugaverður leikur í bikarnum í kvöld

Þrír leikir fara fram í kvöld 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla. Þar ber að sjálfsögðu hæst viðureign ÍBV-B og Vals. Lið Vals situr á toppi Olísdeildarinnar með 16 stig eftir 9 leiki en eina tap Vals í vetur átti sér stað í Vestmannaeyjum og binda meðlimir B-liðsins miklar vonir við þá staðreynd. Bæði lið eru þekkt fyrir hraðan og skemmtilegan leikstíl og […]
Bikarleikur á Ásvöllum

Áfram verður leikið í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ, Poweradebikar kvenna, í kvöld. Fjórir leikir fara fram og þar á meðal er viðureign Hauka og ÍBV sem fram fer á Ásvöllum. Haukar sitja í efsta sæti olísdeildar kvenna með 10 stig en ÍBV í því fjórða með 8 stig en bæði lið hafa leikið sex leiki. […]
Stelpurnar mæta Haukum á útivelli í bikarnum

Bikarmeistarar ÍBV mæta Haukum á Ásvöllum í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik kvenna, bikarkeppni HSÍ. Dregið var fyrir stundu í bækistöðvum HSÍ í Laugardal. Annar slagur á milli liða úr Olísdeildinni verður í 16-liða úrslitum verður þegar Stjarnan og Afturelding mætast í Mýrinni. Stefnan hefur verið sett á að leikir 16-liða úrslita fari fram þriðjudaginn […]
Leika til bikarúrslita í dag

Kvennalið ÍBV leikur til bikarúrslita í dag þegar liðið mætir Valskonum í Laugardalshöll klukkan 13:30. Það má gera ráð fyrir spennandi leik þar sem mætast tvö sterkustu kvenna lið landsins um þessar mundir. Þá hefur gengið á ýmsu milli þessara liða í aðdraganda leiksins svo ekki sé meira sagt. Sala í hópferðir á leikinn hefur […]
Stelpurnar tryggðu sæti í úrslitaleik

ÍBV sigraði Selfoss í kvöld og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en eftir það tók ÍBV yfir leikinn og voru úrslitin nánast ráðin í upphafi seinni hálfleiks þegar ÍBV var níu mörkum yfir. Hilmar Ágúst Björnsson þjálfari ÍBV, rúllað vel á liðinu og gefið lykil […]
Allt undir í kvöld – Laust í rútuferðir

ÍBV stelpurnar mæta Selfyssingum í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld í Laugardalshöll kl.20:15. ÍBV liðið er fyrir fram talið mun sigurstranglegra en það getur allt gerst í bikarkeppni. Að sögn Vilmars Þórs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV er enn laust í rútuferðir á leikinn. “Við viljum hvetja Eyjamenn til að fjölmenna. Það er mögulegt er […]
Rútuferðir á final four
ÍBV stelpurnar mæta Selfyssingum í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar á morgun. Handknattleiksdeild ÍBV vill kanna áhuga á rútuferð á leikinn. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 15. mars kl.20:15 Planið er eftirfarandi: Herjólfur kl.17:00 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni) Farið beint í Laugardalshöll á leikinn, sem hefst kl.20:15, að […]
Stelpurnar mæta Selfossi í bikarnum

Dregið var til undanúrslita í Powerade-bikarnum í hádeginu í gær. Kvennalið ÍBV var í pottinum að þessu sinni en undanúrslit kvenna fara fram miðvikudaginn 15. mars, þar mætast Haukar og Valur í fyrri viðureigninni kl. 18:00 en í síðar viðureigninni mætast ÍBV og Selfoss kl. 20:15. ÍBV og Selfoss hafa mæst tvívegis í vetur og […]
ÍBV á þrjú lið í bikarkeppni yngri flokka

Á dögunum var dregið í átta liða úrslit yngri flokkana í Powerade-bikarkeppninni í handknattleik. ÍBV átti þrjú lið í pottinum en eftirtalin lið drógust saman. 3. flokkur karla: Haukar – Stjarnan. KA – Afturelding. Selfoss – FH. Valur – Fram. Leikirnir eiga að fara fram 7. febrúar. 3. flokkur kvenna: Selfoss – Valur. ÍR – […]