ÍBV stelpurnar mæta Selfyssingum í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar á morgun. Handknattleiksdeild ÍBV vill kanna áhuga á rútuferð á leikinn. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 15. mars kl.20:15
Planið er eftirfarandi:
Herjólfur kl.17:00 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni)
Farið beint í Laugardalshöll á leikinn, sem hefst kl.20:15, að hvetja stelpurnar okkar til sigurs.
Herjólfur hefur seinkað brottför fyrir okkur og fer kl.00:00 frá Landeyjum
Miðinn í rútuna kostar 4.000 kr.- (2.000 kr.- fyrir hvern legg) á mann en svo fá þeir sem koma í rútuferðina frítt far í Herjólf í boði Herjólfs ohf!
ATH, börn 15 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum!
Síðasti séns til að skrá sig er kl.14:00 í dag, þriðjudaginn 14.mars.