Eyþór Harðarson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Eyþór Harðarson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum eftir prófkjör flokksins í dag, en Eyþór hlaut 597 atkvæða í 1. sæti eða 67,2% atkvæða. Í öðru sæti er Hildur Sólveig Sigurðardóttir með 475 atkvæði í 1. – 2. sæti eða 53,4% atkvæða. Í þriðja sæti er Gísli Stefánsson með 385 atkvæði í 1. – 3. […]

Eyþór enn með afgerandi forystu

Eyþór Harðarson stendur eftstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum þegar 595 atkvæði hafa verið talin með 392 atkvæði. Í öðru sæti er Hildur Sólveig Sigurðardóttir með 323 atkvæði. Í þriðja sæti er Gísli Stefánsson með 246 atkvæði. Í fjórða sæti er Margrét Rós Ingólfsdóttir með 304 atkvæði og í fimmta sæti er Rut Haraldsdóttir með […]

Eyþór leiðir eftir fyrstu tölur

Eyþór Harðarson leiðir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum þegar 296 atkvæði hafa verið talin með 194 atkvæði í 1. sætið. Hildur Sólveig Sigurðardóttir er önnur með 155 atkvæði í 1. – 2. sæti. Þriðji er Gísli Stefánsson með 123 atkvæði í 1. – 3. sæti. Margrét Rós Ingólfsdóttir er fjórða með 151 atkvæði i 1. […]

Fyrstu tölur um níu

Kjörfundi í Ásgarði lauk nú kl.18:00 í prófkjöri sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Kjörsókn var hreint frábær, en rúm 60% sjálfstæðismanna í Eyjum tóku þátt. Stefnt er að því að birta fyrstu tölur um kl.21:00. verða þær birtar í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum https://www.facebook.com/xdeyjar (meira…)

Áfram framsýn

Rut Haraldsdóttir

Ég man þá tíð þegar að krakkarnir söfnuðust saman við eina litasjónvarpið í götunni, ég man þá tíð þegar að röð var í mjólkurbúðinni, ég man þá tíð þegar að flaggið á stöðvunum gaf skilaboð til starfsfólksins um vinnu, ég man þá tíð þegar vani var að spara kranavatnið og ég man þá tíð þegar […]

Sameiginlegur framboðsfundur fyrir prófkjör

Sameiginlegur framboðsfundur frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til sveitarstjórnarkosninga 2022 verður haldinn í Ásgarði næstkomandi miðvikudag 23. mars kl.20:00. Prófkjörið mun fara fram um næstkomandi helgi og því gott að eiga stefnumót við frambjóðendur áður en til þess kemur. Á fundinum munu frambjóðendur kynna sig stuttlega áður en þeir fara á milli borða og eiga samtal […]

Prófkjörs Fylkir kominn út

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum vegna kosninga til bæjarstjórnar 2022 fer fram í Ásgarði laugardaginn 26. mars 2022. Kosning er þegar hafin utan kjörfundar og er vísað í upplýsingar í Fylki og öðrum fjölmiðlum og samfélagsmiðlum . Fimmtán frambjóðendur eru í kjöri en kjósa þarf í sæti 1.-8. í prófkjörinu. Málgangi flokksins, Fylki var dreift í hús […]

Áfram hagsýn

Rut Haraldsdóttir

Þau missa seint marks fræg orð Margrétar Thatcher um skatta. En hún útskýrði svo eftirminnilega á breska þinginu að ekki væri til neitt sem héti í raun „almannafé“, heldur aðeins „fé skattgreiðenda“. Þannig vildi hún leiðrétta þann misskilning sumra að hið opinbera hafi milli handa sinna óskilgreint fé sem heimilt væri að eyða að vild. […]

Áfram saman

Rut Haraldsdóttir

Nú liggur fyrir að flottur hópur fólks býður fram krafta sína í þágu samfélagsins. Þverskurður bæjarbúa á breiðum aldri, með ólíka reynslu og fjölbreyttar skoðanir. Óska ég þeim öllum innilega til hamingju. Sama hvernig Eyjamenn raða upp framboðslista Sjálfstæðisflokksins, í komandi prófkjöri, tel ég nær óumflýjanlegt að útkoman muni mynda sterka og samheldna forystu. Því […]

15 taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar

Framboðsfrestur til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi Sveitarstjórnarkosningar rann út í dag 7.mars kl.16:00. Alls bárust 15 framboð sem kjörnefnd hefur farið yfir og sannreynt. Nöfn Frambjóðenda í stafrófsröð eru eftirfarandi: Alexander Hugi Jósepsson                 Tæknifulltrúi Nova Eyþór Harðarson                                Útgerðarstjóri Gísli Stefánsson                                  Æskulýðsfulltrúi Halla Björk Hallgrímsdóttir                Fjármálastjóri Hannes Kristinn Sigurðsson               Stöðvarstjóri Hildur Sólveig Sigurðardóttir             […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.