Sund, saga og íþróttir á sumardaginn fyrsta

Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Við viljum einnig vekja athygli á að nóg er um að vera í íþróttalífinu þennan dag. Meistarflokkur […]

Fjalla um gosupphafið í Sagnheimum á laugardaginn

Á laugardaginn nk. 27 janúar frá kl. 13:00-14:00 verður efnt til dagskrár til að minnast upphafs eldgossins á Heimaey fyrir röskri hálfri öld í Sagnheimum. Tryggvi Sigurðsson, Ómar Garðarsson og Frosti Gíslason fjalla um gosupphafið. Tryggvi Sigurðsson rekur ferðasögu nokkurra báta er fóru hina örlagaríku nótt til lands en hann er sem kunnugt er óþrjótandi […]

Gígja ráðin í starf safnstjóra Sagnheima

Staða safnstjóra Sagnheima, byggða- og náttúrugripasafns var auglýst laus til umsóknar 16. nóvember 2023 og var umsóknarfrestur til 30. nóvember sl. Samkvæmt auglýsingunni annast safnstjóri daglegan rekstur Sagnheima ásamt því að vera staðgengill forstöðumanns Safnahúss. Safnstjóri hefur með höndum yfirumsjón með munavörslu, skráningu og úrvinnslu safnmuna ásamt kynningu, m.a móttöku gesta, umsjón með safnkennslu og […]

Til fundar við Eldfell – Breyttur leiðsagnartími

Nú eru síðustu forvöð að sjá hina áhugaverðu samsýningu innlendra og erlendra listamanna í Einarsstofu og Sagnheimum í Safnahúsinu, þar sem sýningin verður tekin niður eftir helgi. Af því tilefni munu Vala Pálsdóttir, sýningarstjóri og Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistamaður leiða gesti um sýninguna í dag sunnudaginn 22. október kl. 14:30. Að lokinni leiðsögn verður boðið upp […]

Til fundar við Eldfell – lokaleiðsögn á laugardaginn

Nú eru síðustu forvöð að sjá hina áhugaverðu samsýningu innlendra og erlendra listamanna í Einarsstofu og Sagnheimum í Safnahúsinu, þar sem sýningin verður tekin niður eftir helgi. Af því tilefni munu Vala Pálsdóttir, sýningarstjóri og Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistamaður leiða gesti um sýninguna laugardaginn 21. október kl. 14. Að lokinni leiðsögn verður boðið upp á kaffi […]

Sjaldgæfir fuglar til Sagnheima

Á sunnudaginn 2. júlí mun Ólafur Tryggvason, betur þekktur sem Olli málari, formlega afhenda Sagnheimum uppstoppaða fugla að gjöf og hefst sýning á fuglunum kl. 14:00. Í samtali við Eyjafréttir sagði Olli fuglana best komna hjá Vestmannaeyjabæ enda gaman að halda gripum sem þessum í heimabæ og ekki láta þá á flakk. Fuglarnir eru margir hverjir […]

Frítt í sund og söfn á sumardaginn fyrsta

Í tilefni af sumardeginum fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 13:00-16:00 og í Eldheimum frá kl. 13:15-17:00. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Sumargleði í Íþróttamiðstöðinni, fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn […]

Kynjaverur, Ratleikur, Tröllagleði, Súpa og fleira á dagskránni

Dagskrá Þrettándans heldur áfram í dag Laugardagur 7. janúar 11:00-16:00 Einarsstofa Kynjaverur úr ljósmynda- og listasafni Vestmannaeyja í Einarsstofu. 11:00-14:00 Bókasafnið Ratleikur á Bókasafninu. 12:00-15:00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Tröllagleði. Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn handknattleiksdeildar ÍBV. 12:00-13:00 Sagnheimar Saga og súpa – Kjartan Másson, í samstarfi við Sævar Sævarsson útgefanda, […]

Opinn fyrirlestur á laugardaginn 22. október kl. 11-12 í Sagnheimum

Í tengslum við málþing um Kveikjum neistann! mun Simone Grassini dósent flytja erindið NATURE AND EFFECT ON PSYCHOLOGICAL FACTORS sem fjallar um mikilvægi náttúru og umhverfis fyrir vellíðan okkar, bæði andlega og líkamlega. Boðið er upp á kaffi og spjall eftir fyrirlesturinn. Allir hjartanlega velkomnir (meira…)

Verkþekking við sjávarsíðuna – arfur til auðs 

Á morgun laugardaginn, 23. apríl verður áhugaverð dagskrá í boði í Sagnheimum sem hefst kl 11:00 og lýkur á Sjóminjasafni Þórðar Rafns með viðkomu í anddyri Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Um er að ræða málþing á vegum Vitafélagsins – íslenskrar strandmenningar í samstarfi við heimamenn og menningar- og viðskiptaráðuneytið. Dagskrá: Kl. 11:00                      Setning og fundarstjórn Sigurhanna […]