Nóg um að vera á sumardaginn fyrsta

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 útnefndur Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2022 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 21. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Krakkar úr 8. bekk Grunnskólans í Vestmannaeyjum sem tóku þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var á Hellu í […]

Heiður sé sjógörpunum Hilmari og Tedda

„Það hefur verið bæði fróðlegt og ánægjulegt að fara yfir sögu Hilmars Rósmundssonar og Theodórs Ólafssonar sem gerðu út Sæbjörgu VE 56.  Þeir náðu ásamt áhöfn ótrúlegum árangri á litlum bát þegar þeir á árunum 1967 og 1968 voru aflahæstir á vertíð í Vestmannaeyjum. Slógu svo öllum við og voru hæstir yfir landið allt 1969. […]

Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Klukkan 17.00 á föstudaginn á Bryggjunni í Sagnheimum verður farið yfir lífshlaup Óskars Matthíassonar, Óskars á Leó og Þóru Sigurjónsdóttur konu hans í máli og myndum. Óskar hefði orðið 100 ára í mars sl. Hann setti mark sitt á útgerð og athafnalíf í Vestmannaeyjum sem nær aftur fyrir miðja síðustu öld. Byrjaði ungur sem skipstjóri […]

Breytt skipurit í Safnahúsinu

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og forstöðumanns Safnahússins um skipulag Safnahússins í Vestmannaeyjum. Safnahúsið samanstendur af átta söfnum eða safndeildum í eigu og umsjón Vestmannaeyjabæjar, þ.e. bókasafni, héraðsskjalasafni, Landlyst/Skanssvæði, listasafni, ljósmynda- og kvikmyndasafni, Sagnheimum, byggðasafni og náttúrugripasafni og Sigmundssafni. Þá heyrir fjölmenning undir Safnahúsið. Í minnisblaðinu […]

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Eyjafrétta óskar Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegs sumars. Ákveðið hefur verið að almenn hátíðarhöld í tengslum við sumardaginn 1. í Vestmannaeyjum, verði felld niður í ár, vegna Covid 19 og samkomutakmarkanna. Vestmannaeyjabær hefur engu að síður ákveðið að bjóða öldruðum einstaklingum á hjúkrunarheimilum og sjúkradeildinni upp á gleði og söng í tilefni dagsins. Vestmannaeyjabær […]

Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta felld niður

Ákveðið hefur verið að almenn hátíðarhöld í tengslum við sumardaginn 1. í Vestmannaeyjum, verði felld niður í ár, vegna Covid 19 og samkomutakmarkanna. Vestmannaeyjabær hefur engu að síður ákveðið að bjóða öldruðum einstaklingum á hjúkrunarheimilum og sjúkradeildinni upp á gleði og söng í tilefni dagsins. Vestmannaeyjabær býður jafnframt bæjarbúum frítt í sundlaugina, Eldheima og Sagnheima […]

Sagnheimar fengu tæpar fjórar milljónir úr aukaúthlutun úr safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr. […]

Hörður Baldvinsson fer tímabundið í starf verkefnastjóra hjá ÞSV

Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima verður lánaður í tímabundið 50% starf verkefnisstjóra hjá Þekkingarseturs Vestmannaeyja frá 15. ágúst 2020 til 31. mars 2021 í fjarveru og launalausu leyfi Páls Marvins Jónssonar framkvæmdastjóra. ÞSV hefur gert samkomulag við Vestmannaeyjabæ vinnuveitenda Harðar um þessa tilfærslu. Önnur verkefni Páls Marvins framkvæmdastjóra ÞSV hafa verið færð tímabundið yfir á annað […]

Um 300 grindhvalir drepnir í Eyjum

í dag klukkan 13.00 verður í Sagnheimum fyrirlestur Baldvins Harðarsonar þar sem hann lýsir grindhvaladrápi í Vestmannaeyjum og venjum og hefðum í kringum þær. Af því tilefni er full ástæða til að rifja upp þegar grindhvalavala var rekin inn í höfnina í Vestmannaeyjum 1958 með myndum sem Sigurgeir Jónasson tók. „Sá óvenjulegi at burður gerðist […]

Saga og grindarspik – Baldvin Harðarson í  Sagnheimum

Grindhvaladráp í Færeyjum er aldagömul hefð Eyjamaðurinn Baldvin Harðarson hefur búið í Færeyjum í mörg ár og hefur síðustu árin verið í  hlutastarfi hjá Aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn. Þar taka þau á móti hópum frá Íslandi og segir hann Íslendinga áhugasama um sögu Eyjanna og  grindhvaladráp Færeyinga sem er aldagömul hefð hjá frændum okkar. Allt […]