Á þitt fyrirtæki erindi í nýsköpunarverkefni?

Allt að fimm fyrirtæki verða valin til þátttöku í tíu vikna viðskiptahraðal Orkídeu, sem hefur göngu sína snemma á næsta ári. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn, Startup Orkídea, en hægt er að sækja um þátttöku á vefsíðunni startuporkidea.is fram til 17. janúar nk. Orkídea er samstarfsverkefni sem Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og Kristján Þór Júlíusson, […]

Landsbyggðirnar kalla 

Sjö landshlutasamtök á Íslandi hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, samtengdu verkefni sem hefst í upphafi árs 2021. Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og […]

Sóknarhugur í sunnlenskri ferðaþjónustu

Markaðsstofa Suðurlands ákvað að kanna áhrif og viðbrögð ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi vegna Covid-19. Könnun var send fyrirtækjum í lok september og markmið hennar að greina nánar hvaða aðgerðir fyrirtæki hafa þurft að grípa til vegna Covid-19 faraldursins. Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þær aðstæður sem skapast hafa vegna Covid-19 […]

Mikill fjöldi umsókna í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Í síðust viku rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Mikill fjöldi umsókna barst sjóðnum eða samtals 165 umsóknir. Umsóknirnar skiptast í eftirfarandi tvo flokka, menningarverkefni samtals 93 umsóknir og atvinnu- og nýsköpunarverkefni samtals 72 umsóknir. Hrafn Sævaldsson ráðgjafi fyrir SASS í Vestmannaeyjum staðfesti í samtali við Eyjafréttir að þó nokkrar […]

Frestur til að sækja í uppbyggingarsjóð rennur út í dag

Frestur til að sækja um í Uppbyggingarsjóður Suðurlands rennur út í dag klukkan 16:00. Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki  atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið […]

Stuðningur fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni

Ert þú kona með rekstur (eða hyggur á rekstur) á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi, eða Vestfjörðum? Hefurðu upplifað tíma þar sem þú stendur frammi fyrir áskorun eða verkefni og þyrftir helst að fá ráð frá einhverjum, sem hefur gengið í gegnum svipað? Á þessum spurningum hefst frétt á vef sass.is Til stendur að […]

Opið fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð SASS

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð SASS en opið er fyrir umsóknir til 6. okt. kl. 16:00. Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) hafa umsjón með Uppbyggingarsjóði Suðurlands sem veitir verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi og er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. […]

Orkídeu ýtt úr vör

Orkídeu, nýju samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi, hefur verið ýtt úr vör með undirskrift fulltrúa allra þeirra sem að verkefninu standa, en það eru Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Orkídea snýst um uppbyggingu orkutengdra tækifæra framtíðarinnar á Suðurlandi, til dæmis við matvælaframleiðslu og líftækni, sjálfbæra nýtingu auðlinda, sprotastarfsemi og að […]

Ferðaþjónustu fyrirtæki fá úr sértækri úthlutun SASS

Starfandi formaður stjórnar SASS kynnti á síðasta stjórnarfundi að samtals hafi 211 umsóknir borist frá 194 fyrirtækjum vegna sértækrar úthlutunar “Sóknaráætlun Suðurlands Sóknarfæri ferðaþjónustunnar” en 8 fyrirtæki sendu fleiri en eina umsókn. Fyrirtæki í öllum 15 sveitarfélögunum á Suðurlandi, sem aðild eiga að samtökunum, sendu inn umsókn. Þessi sértæka úthlutun á fjármunum Sóknaráætlunar Suðurlands er […]

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á suðurlandi

65 milljónir í nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS – til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID-19 veirunnar Verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS samþykkti á fundi sínum 22. apríl s.l. að hrinda verkefninu af stað til að styðja við starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu […]