Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þær aðstæður sem skapast hafa vegna Covid-19 faraldursins. Það má túlka svör könnunarinnar að það bjartsýni ríki hjá meirihlutia fyrirtækja á Suðurlandi, 71,3% telja líklegt eða mjög líklegt að fyrirtæki þeirra muni lifa af það ástand sem hefur skapast vegna Covid-19. Það ríkir einnig töluverð óvissa á meðal fyrirtækja, 18,1% segjast ekki vita hvort þau geti starfað næstu 12 mánði og 10,5% fyrirtækja munu ekki geta hafið opið starfsemi sína á næstu 12 mánuðum.
“Það sem er einstaklega ánægjulegt að sjá í þessari könnun er hvað fyrirtækin í ferðaþjónustu voru tilbúin og í raun fljót að bregðast við ástandinu með því að ráðast í aðlögun á vöru- og þjónustuframboði sínu vegna Covid-19, eða 67,1%. Ég tel að verkefnið “Sóknarfæri ferðaþjónustunnar” hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, og Markaðsstofan kom að, hafi haft mikið að segja varðandi þetta. Á þeim tímapunkti var mikilvægt að ráðast í markvissar aðgerðir sem miðuðu m.a. að því að styðja fyrirtækin til að hugsa í lausnum. Það skipti miklu máli. Einn hluti af því verkefni var markaðsátak innanlands sem Markaðsstofan leiddi fyrir hönd landshlutans, sem hluti af stuðningi við fyrirtæki sem fóru í að hugsa í lausnum og leita leiða til að ná enn betur til íslenska markhópsins. Árangurinn er m.a. sá að fyrirtækin fóru að huga betur að því að dreifa áhættunni í rekstrinum og leggja nú meiri áherslu á íslenska markaðinn í sínum rekstri, en meirihluti forsvarsmanna fyrirtækjanna, eða yfir 50%, telja að Íslendingar muni verða stærri hluti af sínum viðskiptavinahópi til framtíðar” segir Dagný Hulda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands.
“Annað sem vert er að nefna er að meirihluti forsvarsmanna fyrirtækjanna telja fyrirtækið muni lifa af ástandið vegna Covid-19. Það á eftir að skipta sköpum þegar birtir til og viðspyrnan hefst á ný. Við verðum því að halda áfram og halda í smá bjartsýni og horfa fram á veginn og út úr kófinu, hver svo sem tímaramminn verður á því. Seigla sunnlenskrar ferðaþjónustu, hér eftir sem hingað til, á eftir að koma okkur langt”, segir Dagný enn fremur.
Smelltu hér til að skoða samantekt á niðurstöðum könnunarinnar
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst