Opinn fundur SFS í Þekkingarsetrinu í dag

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi er að hefja fundarröð um landið í dag og verður opinn fundur í Vestmannaeyjum í dag í Þekkingarsetrinu milli kl. 16:00 og 17:00 og er fundurinn öllum opinn. Fundurinn hefst með fyrirlestri tveggja starfsmanna SFS og einnig verður fyrirlesari frá Vestmannaeyjum. Boðið verður upp á hressingu á fundinum. Yfirskrift fundanna er: Það […]

Verðmæti loðnuhrogna aldrei meira

Útflutningsverðmæti loðnuafurða er komið í tæpan 21 milljarð króna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar af nemur útflutningsverðmæti loðnuhrogna 12,3 milljörðum og hefur aldrei verið meira, að því er kemur fram í greiningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir að hrognin nema 59% af heildarútflutningsverðmæti loðnuafurða á tímabilinu. Útflutningur á heilfrystri loðnu í landi, hefur skilað […]

Verkfallsboðun sjómanna gæti tengst loðnuvertíð

Kjara­mál­in mun vænt­an­lega bera hæst, sem og ör­ygg­is­mál, á þingi Sjó­manna­sam­bands Íslands sem haldið verður á fimmtu­dag og föstu­dag. Kjara­samn­ing­ar sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa nú verið laus­ir í tæp­lega tvö ár. Val­mund­ur Val­munds­son, formaður SSÍ, seg­ir í samtali við mbl.is að lítið sé að ger­ast í kjaraviðræðum við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi […]

Árað vel í sjávarútvegi þrátt fyrir heimsfaraldur

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í fyrra, vegna COVID-19, gekk rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldisfyrirtækja ágætlega. Þetta má lesa úr samantekt Deloitte sem kynnt var á hinum árlega Sjávarútvegsdegi, sem var í gær, 19. október. Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins. Samantekt Deloitte byggist á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að […]

Sjávarútvegsdagurinn 2021

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn þriðjudaginn 19. október í Silfurbergi, Hörpu. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 10:00. Léttur morgunverður frá klukkan 8:00. Yfirskrift Sjávarútvegsdagsins í ár er: Vel í stakk búinn og vísar til þess að bæði sjávarútvegur og fiskeldi komust nokkuð klakklaust í gegnum […]

Sameinast um gerð fræðsluefnis um brottkast

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannasamband Íslands og Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa sameinast um gerð fræðsluefnis um brottkast. Fræðsluefnið er á veggspjaldi og í smáforriti fyrir síma. Þar er farið í nokkrum orðum um brottkast, reglur, undanþágur og úrræði. Á undanförnum árum hafa sjónir manna í auknum mæli beinst að umgengni við hafið […]

Saka útgerðina um græðgi

„Sjó­menn hafa verið samn­ings­laus­ir í 21 mánuð og reynt hef­ur verið til þraut­ar að ná kjara­samn­ingi, en óbil­girni út­gerðarmanna, hroki og græðgi koma í veg fyr­ir að samn­ing­ar ná­ist,“ seg­ir í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu Sjó­manna­fé­lags Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur og VM Fé­lagi vél­stjóra og málm­tækni­manna. Yf­ir­lýs­ing­in kem­ur í kjöl­far þess að fé­lög sjó­manna slitu viðræðum […]

Stefna að 50% samdrætti í losun íslensks sjávarútvegs

Forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi stefna í sameiningu að a.m.k. 50% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar íslensks sjávarútvegs frá 2005 til 2030. Ljóst er að í þessu felst mikil áskorun, enda hefur orðið mikill samdráttur í losun undanfarin ár. Næstu […]

Til að tryggja góð lífskjör þarf að auka verðmætasköpun og útflutning

Undir lok liðinnar viku var tilkynnt að nýr fríverslunarsamningur við Bretland væri í höfn. Útganga Bretlands úr ESB skapaði mikla óvissu og því voru tíðindin ánægjuleg. Bretar eru mikil vina- og samstarfsþjóð og á grundvelli EES-samningsins hefur markaðsaðgangur fyrir vörur frá Íslandi verið með ágætum. Það var því mikilvægt að tryggja að svo yrði áfram […]

Gangurinn í sjávarútvegi framar vonum

Eins og títt kom fram í fréttum á Radarnum á árinu 2020, þá fór sjávarútvegur ekki varhluta af ástandinu í heimsbúskapnum vegna COVID-19 og tilheyrandi sóttvarnaraðgerða. Í heildina litið var ástandið þó bærilegra en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Í því samhengi hefur það vissulega áhrif að fólk þarf að borða, sama hvernig allt í veröldinni […]