Forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi stefna í sameiningu að a.m.k. 50% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar íslensks sjávarútvegs frá 2005 til 2030. Ljóst er að í þessu felst mikil áskorun, enda hefur orðið mikill samdráttur í losun undanfarin ár. Næstu skref reyna því enn frekar á gott samstarf stjórnvalda og greinarinnar, þannig að markmiðinu verði náð og samkeppnishæfni sjávarútvegs um leið treyst enn frekar. Náist markmiðið hefur verið stigið mikilvægt skref í átt að minni losun enda er losun frá olíunotkun fiskiskipa, bæði íslenskra og erlendra, um 18% af heildarlosun á beinni ábyrgð Íslands.
Stjórnvöld og greinin munu vinna að þessu markmiði m.a. með sameiginlegum aðgerðum á grunni tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um græn skref í sjávarútvegi. Í því skyni munu stjórnvöld og greinin í sameiningu:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst