Allir geta tekið þátt í The Puffin Run

The Puffin Run 2023 fer fram 6. maí. 1.200 þátttakendur eru skráðir og uppselt er í hlaupið. Sighvatur Jónsson hitti þau Látra systkini sem voru að æfa fyrir hlaupið setti saman þetta skemmtilega myndband. (meira…)

Þrettándinn og Fólkið í Dalnum á VOD-leigur

Heimildarmyndirnar Þrettándinn og Fólkið í Dalnum eru komnar á VOD-leigur Símans og Sýnar. “Væri ekki tilvalið að poppa og eiga stefnumót við Grýlu, Leppalúða, tröll og jólasveina á huggulegu vetrarkvöldi nú eða skella sér í Herjólfsdal og gleyma vetrarlægðunum um stund,” sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Sighvatur Jónsson.   (meira…)

Sighvatur fékk Fréttapýramída fyrir framlag til menningar

Kvikmyndagerðarmaðurinn Sighvatur Jónsson hlýtur Fréttapýramídann fyrir árið 2019 fyrir framlag til menningarmála í Vestmannaeyjum. Sighvatur vann sér það til frægðar á árinu að frumsýna tvær kvikmyndir um menningarviðburði í Eyjum. Þetta afrek verður líklega seint leikið eftir. Vissulega hefur vinnsla beggja kvikmyndanna staðið yfir í nokkur ár en það er samt mikið verk að ljúka […]

Heimildarmynd um þrettándann sýnd í vetur

Þrettándinn er næsta heimildarmynd framleiðslufélagsins SIGVA media og verður hún sýnd í vetur. Heimildarmyndin Fólkið í Dalnum um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eftir Sighvat Jónsson og Skapta Örn Ólafsson var frumsýnd síðastliðið sumar og nú fylgir mynd um annan merkilegan menningarviðburð Vestmannaeyja. Eyjafólkið Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir hafa unnið að heimildarmyndinni ásamt […]