Gullberg með 850 tonn af makríl
Gullberg VE kom snemma í morgun með fyrsta makrílfarm þessarar vertíðar. Hann veiddist innan lögsögu landsins við suðausturströndina en í fyrra var hann nánast allur veiddur út í Smugu. Gullberg er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um 850 tonn fengust og er fiskurinn yfir 500 grömm. Aflinn er verkaður til manneldis. (meira…)
Sighvatur í slipp fyrir norðan
Þorgeir Baldursson ljósmyndari á Akureyri sendi okkur þessar skemmtilegu myndir af Sighvati Bjarnasynin VE í Slippnum á Akureyri. Þorgeir heldur úti vefsíðu þar sem hann birtir myndir af bátum af öllum stærðum og gerðum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Eyjafréttir að kominn væri tími á klassaskoðunum til að báturinn geti verið með […]
Síldardansinn dunar
„Síldveiðarnar ganga ljómandi vel. Útgerðarstjórnunin snýst aðallega um að skipuleggja sjósókn þannig að hráefnið komi til vinnslu eins ferskt og kostur er. Þess vegna þurfa skipin oft að bíða í höfn eftir að komast á veiðar á ný til að ekki myndist bið eftir löndun. Við eigum eftir um 4.000 tonn af norsk-íslensku síldinni og […]
Hrognin fryst dag og nótt á lokasprettinum
„Kap kom með um 1.200 tonn sem var fyrsta hráefnið okkar til hrognafrystingar á vertíðinni. Ég væri ánægður með að fá út úr þessu 150 tonn af hrognum,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, síðdegis á föstudag. Kap var þá farin til veiða á nýjan leik, löndun nýhafin úr Ísleifi og í uppsjávarhúsi VSV var […]
Jákvæðar fréttir af loðnu
Í gær veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðgjöf um veiðar ársins 2022 fyrir loðnu í Grænlandshafi og íslenskri lögsögu. Gert er ráð fyrir upphafskvóta upp á 400.000 tonn. Sindri Viðarsson sviðstjóri uppsjávarsvið hjá Vinnslustöðinni segir að þessa ráðgjöf þurfi væntanlega að staðfesta næsta haust en útlitið sé allavegana mun betra en síðustu ár sem sé gleðilegt. Þetta […]
Útvegsbændafélagið aldargamalt
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fagnar aldarafmæli sínu um þessar mundir eða réttara væri líklega að segja á kóvíd-tímum að nú séu liðin 100 ár frá stofnun félagsins en hátíðarhöld af því tilefni bíði um sinn. Félagið hét upphaflega Útvegsbænda- og atvinnurekendafélag Vestmannaeyja, stofnað 20. október 1920, og skráður tilgangur þess meðal annars að „stuðla að sanngirni og […]