Ísleifur landaði og Huginn á landleið

Íslenski makrílflotinn er  að veiðum í Smugunni, mjög djúpt undan Austurlandi. Nú eru fimm Eyjakip á miðunum, Heimaey VE, Sigurður VE og Álsey VE sem eru í eigu Ísfélagsins. Skip Vinnslustöðvarinnar, Gullberg VE og Kap VE eru á miðunum en Huginn VE er á landleið með 1000 tonn og Ísleifur VE er á leið á […]

Sighvatur Bjarnason kveður eftir langa þjónustu

„Jæja, þá er hann Sighvatur Bjarnason VE farinn til nýrra eigenda. Ekki skartar hann sínu fegursta við brottförina eins og myndirnar sína eftir áralanga legu við bryggju hér í Eyjum,“ segir Tryggvi Sigurðsson, skipaáhugamaður með meiru á FB-síðu sinni rétt um eitt leytið í dag. Sighvatur var í eigu Vinnslustöðvarinnar og hafði þjónað henni í […]

Frekari nafnaskipti á skipum Vinnslustöðvarinnar

Samhliða frétt um nafn á nýju skipi Vinnslustöðvarinnar, Garðari sem verður Gullberg er sagt frá frekari nafnabreytingum á skipum félagsins og saga þeirra rakin:  Gullberg „Vinnslustöðin eignaðist 35% hlut í Ufsabergi ehf. á árinu 2008 og tók þá um leið við útgerð skips félagsins, Gullbergs. Síðar sameinuðust félögin undir nafni Vinnslustöðvarinnar. Ufsaberg var stofnað 1969 […]

Tímamótatúr hjá Breka

Breki VE kom að landi síðdegis í dag, miðvikudag 8. júní, úr síðustu veiðiferð fyrir sjómannadag. Aflinn var blandaður, 140 tonn af ýsu, karfa, ufsa og fleiri tegundum. Veiðiferðin markaði merkileg tímamót í tvennum skilningi: Ríkarð Magnússon var skipstjóri í fyrsta sinn. Stefán Birgisson yfirstýrimaður lauk 30 ára starfsferli sínum á skipum Vinnslustöðvarinnar. Að sjálfsögðu var tekið […]

200 ný störf í Eyjum

Fiskeldi í Viðlagafjöru kom fyrst inn á borð bæjaryfirvalda sumarið 2019, en skrifað var undir samstarf um nýtingu lóðar í Viðlagafjöru sumarið 2021. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og forsvarsmenn framkvæmdarinnar hafa hagsæld samfélags Vestmannaeyja í fyrirrúmi og samstarf hefur gengið vel frá upphafi.“ segir Dagný Hauksdóttir, skipulags– og umhverfisfulltrúi. Framkvæmdaraðili áætlar að um 200 störf geti skapast […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru

Nú í kvöld var haldinn kynningarfundur á fyrirhugaðri starfsemi Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) í Viðlagafjöru auk þess sem Vestmannaeyjabær kynnti tillögur á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna verkefnisins.  Hrafn frá ILFS fór vel yfir markmið og sýn fyrirtækisins og þá ákvörðun hvers vegna Vestmannaeyjar væru góður kostur. Kom þar meðal annars fram að […]

Loðnukvóti VSV & Hugins minnkar um 9.000 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að heildarkvóti kvóti verði minnkaður um 100.000 tonn. Það þýðir að samanlagður kvóti Vinnslustöðvarinnar og Hugins minnkar um 9.000 tonn. Út af standa því um 36.000 tonn af heimiluðum kvóta fyrirtækjanna. Vinnslustöðin hefur hætt loðnuveiðum í bili. Gert er ráð fyrir frekari mælingum á loðnu í næstu viku og beðið er tíðinda […]

Óska eftir að 8.000 tonnum verði bætt við í ýsu

Landssamband smábátaeigenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur sjávarúvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem óskað er eftir að 8.000 tonnum verði bætt við leyfilegan heildarafla í ýsu. Bréf LS: „Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur á síðustu mánuðum fylgst náið með ýsuveiðum, m.t.t. útbreiðslu og ástandi hennar. Í því skyni hefur LS leitað til skipstjóra og sjómanna á öllum […]

Eitt besta rekstrarár í sögu fyrirtækisins

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sendir sendi í gær nýárskveðju til starfsfólks þar sem hann gerir upp liðið ár og áskoranir þess. Binni segir í kveðjunni að ástæða hafi verið til að óttast að COVID hefði veruleg áhrif á rekstur og starfsemi Vinnslustöðvarinnar en það hafi ekki gerst og upplýsir að 2021 hafi verið eitt […]

Ráðgjöf um stöðvun humarveiða fyrir árin 2022 og 2023

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að humarveiðar verði ekki heimilaðar árin 2022 og 2023. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi til verndar humri. Afli á sóknareiningu árið 2021 var sá minnsti frá upphafi og hefur lækkað samfellt frá hámarkinu árið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.