Vinna hafin við kortlagningu stjórnunar- og eignatengsla í sjávarútvegi

Í samræmi við stjórnarsáttmála og áherslur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vinnur matvælaráðuneytið nú að heildarstefnumótun í sjávarútvegi undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Liður í því starfi er kortlagning stjórnunar- og eignatengsla í sjávarútvegi. Markmið þeirrar vinnu er að stuðla að gagnsæi í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja ásamt upplýstri stefnumótun stjórnvalda um regluumgjörð sjávarútvegs og breytingar á henni. Einnig að farið sé […]

Ráðherra ákveður árskvóta í deilistofnum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um veiðar íslenskra skipa á makríl á árinu 2020. Allt frá því að samkomulag Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins gekk í gildi árið 2014, hefur Ísland miðað ákvarðanir sínar út frá 16,5% og ákvörðunum þeirra um heildarafla hverju sinni, ef undan er skilið síðasta ár þegar ákvörðun […]

Loðnubrestur getur haft varanlegar afleiðingar

Fulltrúar þriggja japanskra sjávarútvegsfyrirtækja voru í heimsókn á Íslandi í síðasta mánuði. Þar voru á ferðinni aðilar frá fyrirtækjunum Maruha Nichiro, Okada Suisan and Azuma foods. Tilgangur ferðarinnar var að hitta íslenska framleiðendur og stjórnvöld og fara yfir hverjar afleiðingar loðnubrests annað árið í röð kunna að verða. Þrír þessara aðila héldu erindi í Þekkingarsetri […]

Þetta er alger lúxus hérna í rassgati alheimsins

„Ottó landaði 400 körum á miðvikudaginn og Dala Rafn var með 150 kör hér í Eyjum. Fiskurinn dugar til að halda bolfiskvinnslu Ísfélagsins gangandi. Uppsjávarskipin bíða frétta úr loðnuleitinni,“ sagði Eyþór Harðarson í samtali við Eyjafréttir á mánudag. (meira…)

Það er bara endalaus bræla

Það var svipað stef og undanfarnar vikur hjá sjávarútvegsaðilum í Eyjum í vikunni. Bræla eftir brælu og ekkert útlit fyrir betri tíð. „Það er bara endalaus bræla, suðvestan áttir og haugasjór. Það kemur nú ekki á óvart þótt séu brælur í janúar en þetta er engu líkt,“ sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni þegar við ræddum […]