Fjölbreytt starfsemi hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Aðalfundur Taflfélags Vestmannaeyja fór fram 2. febrúar sl. í skákheimili TV að Heiðarvegi 9. Þá var nýlokið við að skipta út gólfefnum og komið vandað parket. Eftir þessar breytingar er skákheimilið enn glæsilegra. Starfsemi síðasta árs markaðist að nokkru af Covid 19. Skákþing Vm. 2020 með 10 keppendum lauk í byrjun mars sl. og slapp við Covid. Skákkennsla ungmenna raskaðist nokkuð í fyrravetur […]

Starfsemi Taflfélagsins að komast í fullan gang

Starfsemi Taflfélags Vestmannaeyja hefur ekki varið varhluta af áhrifum COVID19 eins og flest annað í þjóðfélaginu. Miðvikudaginn 3. febrúar nk. kl. 17.30 verður aðalfundur Taflfélagsins fyrir síðasta starfsár og þar kosin ný stjórn, greint frá starfinu og hvað er fram undan. Skákheimili TV að Heiðarvegi 9 hefur fengið nýlega fengið góða andlitslyftingu , skipt var um gólfefni á salnum sem er 100 […]

Skákæfingar krakka hjá Taflfélagi Vestmannaeyja komnar í gang   

Taflfélag Vestmannaeyja fer af  af stað með skákæfingar fyrir krakka í Grunnskóla Vm. í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 á ný fimmtudaginn 19. nóvember. Yngri hópurinn kl. 16.30- 17.30 og eldri hópurinn kl. 17.45 – 18.45. Skákkennslan og æfingar verða síðan á mánudögum og fimmtudögum á þessum sama tíma. Umsjón með skákkennslunni  sem hófst í […]

Sigruðu landsbyggðarkeppnina í skák

Sveit frá Taflfélagi Vestmannaeyja tryggði sér sigur í landsbyggðarkeppninni á Íslandsmóti grunnskólasveita (1-10. bekkur) sem fram fór í Rimaskóla í gær. Upphaflega stóð til að taka þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita (1.-7. bekkur) sem fram fór á laugardag en sveitin komst ekki frá Eyjum þar sem ófært var með Herjólfi framan af degi. Strákarnir voru því […]

Taflfélag Vestmannaeyja keppti á óopinberu Norðurlandamóti

Sveit Taflfélags Vestmannaeyja hafnaði í 43. sæti á óopinberu Norðurlandamóti skákfélaga í atskák sem fram fór á netinu um páskahelgina. A-sveit Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) sigraði mótið. Alls tóku 67 sveitir þátt í mótinu. Umhugsunartími var 10 mínútur auk tveggja sekúndna til viðbótar fyrir hvern leik. Teflt var á sex borðum í hverri umferð […]

Netskákmót fyrir grunnskólanemendur á suðurlandi

Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Suðurlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.com Mótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum […]

Mikill kraftur í skákkennslu hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur gengið mjög vel frá því hún hófst að nýju hjá Taflfélagi Vestmannaeyja fyrir rúmlega einu ári. Kennt er í tveimur aldursflokkum í GRV 1.-3. bekk og 4.-7. bekk. Er kennslan í gangi flesta virka daga í skákheimili TV við Heiðarveg, rúmlega eina klukkustund í hvert sinn. Sigurður Arnar Magnússon og Eyþór Daði Kjartansson annast kennsluna […]

Skákkennsla barna í fullum gangi hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla barna í Grunnskóla Vestmannaeyja á vegum Taflfélagsins hófst að nýju í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 um miðjan september síðasliðin. Ákveðið var að loknu Beddamótinu í atskák 11. maí sl. að efla skákkennslu krakka TV í haust, en helsti styrkaraðilinn var og er Vinnslustöðin hf. Nú er kennt fjórum sinnum í viku hjá TV […]

Sveitir Taflfélags Vestmannaeyja ná góðum árangri á íslandsmóti skákfélaga

Helgina 4.-6. október sl.  fór fram fyrrihluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-2020 í Rimaskóla í Reykjavík.  Taflfélag Vestmannaeyja sendi þrjú lið á mótið,  þar af eina  sveit í 2. deild og tvær sveitir í 4. deild.  Í fyrra var TV með tvær sveitir,  eina í 3ju deild sem vann sig upp í 2. deild  og eina í […]

Hallgrímur Steinsson skákmeistari Vestmannaeyja 2019

Skákþingi Vestmannaeyja 2019 sem hófst 24.  janúar sl.  lauk í gærkvöldi . Keppendur voru átta. Skákmeistari Vestmannaeyja 2019 varð Hallgrímur Steinsson framkvæmdastjóri Löngu  með 5 1/2 vinning, í 2.-3. sæti urði Sigurjón Þorkelsson og Arnar Sigurmundsson með 5 vinninga og í 4.-5 sæti Einar B. Guðlaugsson og Stefán Gíslason með 4 1/2 vinning. Taflfélagið tekur þátt í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.