Helgi Ólafsson gengur til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja

Stórmeistarinn Helgi Ólafsson er genginn í Taflfélag Vestmannaeyja á ný. Frá þessu er greint í frétt á vefnum skak.is. Hjá TV steig hann sín fyrstu skref á skáksviðinu á sjöunda áratugnum. Helga þarf vart að kynna fyrir íslenskum skákmönnum en afrekslisti hans er bæði langur og glæsilegur. Helgi var, ásamt Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og […]

Sterkt atskákmót í tilefni 50 ára goslokaafmælis

9. september nk. kl. 12.00 -18.00 verður haldið 50 ára gosloka skákmót í opna rýminu í Þekkingarsetri Vm. að Ægisgötu 2. Taflfélag Vestmannaeyja stendur fyrir mótinu,  en Vestmannaeyjabær er helsti stuðningsaðili  þess  ásamt nokkrum fyrirtækjum. TV hefur áður staðið fyrir sterkum  minningar atskákmótum á sama stað, Beddamótinu 11. maí 2019 og Pallamótinu 5. júní 2021. […]

Karl Gauti Hjaltason formaður Taflfélags Vestmannaeyja 

Aðalfundur Taflfélags Vestmannaeyja  var haldinn í skákheimili TV 1. júní sl.  Í skýrslu stjórnar kom fram að  helstu póstar í starfsemi félagsins voru  Skákþing Vestmannaeyja 2023 , skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vm. og þátttaka í Íslandsmóti skákfélags 2022-2023.   TV sendi þrjár  sex manna sveitir á Íslandsmót skákfélaga  sem fram fór í Fjölnishöllinni í Grafarvogi í okt. 2022 og mars 2023 […]

Hallgrímur Steinsson, Skákmeistari Vestmannaeyja 2022

Skákþingi Vestmannaeyja  2022  sem hófst 31. mars  lauk  8. maí  í skákheimili Taflfélags  Vestmannaeyja að  Heiðarveg 9.  Keppendur á mótinu voru 10 talsins á öllum aldri og var 65 ára aldursmunur á yngsta  og elstu keppendum. Þetta sýnir að skákin spyr ekki um aldur þeirra sem tefla og taka þátt í skákmótum.   Tefldar voru níu […]

Skákþing 2022, skákkennsla og góður árangur á Íslandsmóti skákfélaga

Taflfélag Vestmannaeyja var með þrjár 6 manna sveitir á mjög fjölmennu  Íslandsmóti skákfélaga 2021-2022,  en seinnihluti mótsins fór fram í Fjölnishöllinni í Grafarvogi 5.-6. mars sl. Sveitirnar þrjár skipaðar félagsmönnum TV sem  ýmist eru búsettir í Eyjum eða á meginlandinu.  Alls voru tefldar sjö umferðir á mótinu, en fjórar fyrstu fóru fram í október 2021. Alls tóku […]

Góður árangur Taflfélags Vestmannaeyja á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrrihluti Íslandsmóts skákfélaga 2021-2022 fór fram í Egilshöll-Fjölnishöll í Grafarvogi helgina 30. sept.- 3. október sl. Síðari hluti mótsins fer fram á sama stað í mars 2022. Keppt var í 5. deildum, þe. úrvalsdeild og 1.-4. deild. Alls tóku 49 skáksveitir þátt í mótinu og voru sex keppendur í hverri sveit, en átta í úrvalsdeild. […]

Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á Pallamótinu í Eyjum

Öflugt atskákmót  Pallamótið – til minningar um Pál Árnason, múrara (1945-2021)  fór fram í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. júní sl.  í húsnæði  Þekkingarseturs Vm.  Keppendur voru 50 og voru tefldar sjö umferðir og umhugsunarími á skák 10 mín. og 5 sek á leik. Mótið hófst kl. 12 á hádegi af lokinni formlegri setningu.  Af þessum 50 […]

Öflugt atskákmót í Eyjum á laugardag

Taflfélag Vestmannaeyja  heldur atskákmót í Eyjum á  laugardaginn 5. júní nk. kl. 11.45-16.30. Mótið er jafnframt til minningar um Pál Árnason, múrara (1945-2021) sem var traustur félagi í TV í um langt árabil. Mjög góð þáttataka verður í mótinu og eru skráðir keppendur hátt í 50 talsins, þar af nokkrir stórmeistarar. Keppendur eru á öllum […]

Pallamótið – öflugt atskákmót í Eyjum laugardaginn 5. júní nk.

Taflfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að halda atskákmót í Eyjum laugardaginn 5. júní nk. Mótið er jafnframt til minningar um Pál Árnason, múrara ( 1945-2021) sem var traustur félagi í TV í um langt árabil. Þrátt fyrir erfið og langvarandi veikindi tók Páll þátt í Skákþingi Vm. 2018, 2019 og 2020. Á árinu 2021 verða liðin […]

Sigurjón Þorkellsson Vestmannaeyjameistari í skák

Skákþingi Vestmannaeyja lokið, þátttaka var góð en 12 skráðu sig til leiks.  Guðmundur Kjartansson, alþjóðlegur meistari, skráði sig til leiks, en fyrir mótið vantaði hann lítið af stigum til að ná stórmeistaratitli.  Guðmundur gerði sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir á mótinu og stendur uppi sem sigurvegari mótsins.  Vestmannaeyjameistari er svo Sigurjón Þorkellsson […]