Skákþingi Vestmannaeyja lokið, þátttaka var góð en 12 skráðu sig til leiks. Guðmundur Kjartansson, alþjóðlegur meistari, skráði sig til leiks, en fyrir mótið vantaði hann lítið af stigum til að ná stórmeistaratitli. Guðmundur gerði sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir á mótinu og stendur uppi sem sigurvegari mótsins. Vestmannaeyjameistari er svo Sigurjón Þorkellsson sem bætti einum sigri við fjölmarga fyrri. Staðan var mjög spennandi fyrir síðustu umferðina en þrír leikmenn áttu möguleika á að verða Vestmannaeyjameistari, Sigurjón háði mjög spennandi skák við Þórarinn Inga Ólafsson og endaði uppi sem sigurvegari og fór upp fyrir Benedikt Baldursson sem tapaði í lokaumferðinni fyrir Hallgrím Steinssyni sem endaði í öðru sæti.
Á myndinni efst í fréttinni eru 5 efstu keppendur um Vestmannaeyjatitilinn en Guðmund Kjartansson sem sigraði mótið vantar á myndina, þakkar taflfélagið honum þátttöku í mótinu sem gæti átt þátt í að koma honum yfir 2500 Elo-stiga markið þ.a. hann nái stórmeistaratign. Hann bíður staðfestingar á því frá Alþjóðaskáksambandinu. Taflfélag Vestmannaeyja stefnir á að halda atskákmót á næstu vikum og býður þá sem eru áhugasamir um að taka þátt í starfinu velkomna í hópinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst