Starfsemi Taflfélags Vestmannaeyja hefur ekki varið varhluta af áhrifum COVID19 eins og flest annað í þjóðfélaginu. Miðvikudaginn 3. febrúar nk. kl. 17.30 verður aðalfundur Taflfélagsins fyrir síðasta starfsár og þar kosin ný stjórn, greint frá starfinu og hvað er fram undan. Skákheimili TV að Heiðarvegi 9 hefur fengið nýlega fengið góða andlitslyftingu , skipt var um gólfefni á salnum sem er 100 fermetrar fjarlægt teppi og lagt í staðinn vandað harðparkett . Skákheimili TV er enn glæsilegra eftir þessar framkvæmdir.
Skákþing Vestmannaeyja árið 2021 hefst fimmtudaginn 4. febrúar kl. 19.30 og verður teflt á fimmtudagskvöldum og oftast á sunnudögum kl. 13.00 . Það kemur í ljós eftir þáttöku hvort teflt verður í einum eða tveimur flokkum. Hver umferð tekur að jafnaði 2-3 klst. Umhugsunartími er 60 mín. á skákina á hvorn keppanda og síðan 30 sek. til viðbótar á hvern leik.- Sóttvarnarreglur vegna COVID verða í gildi meðan á mótinu stendur. Hægt að skrá þátttöku á mótið á aðalfundi TV og fá nánri upplýsingar í síma 822 0351. Síðasta Skákþingi Vestmannaeyja lauk í lok febrúar 2020 rétt áður en fyrstu áhrif COVID gerði vart við sér á landi.
Skákkennsla grunnskólabarna á vegum TV hefur einnig raskast nokkuð á síðasta ári, en er nú komin í eðlilegt horf. Skákkennslan fer fram tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum í skákheimili TV að Heiðarvegi 9. Yngri hópur og byrjendur kl. 16.30 og eldri hópur og lengra komnir kl. 17.30 sömu daga. Umsjón og kennslu annast Sæmundur Einarsson og Guðgeir Jónsson og enn er hægt að bæta við nemendur í báða hópa. Engin námskeiðsgjöld. Nánar á facebook undir heitinu Skákkennsla ungmenna í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst