Skemmtilegt samspil eyjasveita
Það var glatt á hjalla í bæjarleikhúsinu í Kviku í gærkvöldi. Þá fóru fram glæsilegir tónleikar þar sem fram komu Skólalúðrasveit Vestmannaeyja eldri deild, ásamt skólahljómsveit Tónlistarskólans í Vágum í Færeyjum sem er hér í heimsókn þessa dagana. Einnig kom fram popphljómsveit og jasshljómsveit Tónlistarskólans í Vágum. Tónleikunum lauk með samspili beggja sveitanna. Á efnisskránni […]
Áhugaverðir tónleikar í Kviku
Á morgun þriðjudaginn 24. apríl kl.18:00 verða tónleikar í Kviku. Á tónleikunum koma fram Skólalúðrasveit Vestmannaeyja eldri deild, ásamt skólahljómsveit Tónlistarskólans í Vágum Færeyjum sem er hér í heimsókn þessa dagana. Einnig kemur fram popphljómsveit og jasshljómsveit Tónlistarskólans í Vágum. Ókeypis er á tónleikana og hvetjum við alla til að nýta tækifærið, hlýða á skemmtilega […]
Skólalúðrasveitin safnar dósum
Skólalúðrasveitin verður með hefðbundna dósasöfnun í dag þriðjudaginn 1.nóvember. Krakkarnir verða á ferðinni eftir kl.18:00 ganga í öll hús bæjarins og taka á móti áldósum, plasti og gleri með skilagjaldi. Mikið hagræði er ef pokar eru settir út fyrir dyr, en það þarf þó að gæta að veðri hvað það varðar. (meira…)
Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar á Háaloftinu í kvöld
„Ungt fólk í tónlist og gamlir hundar” er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Háaloftinu í kvöld, föstudagskvöldið 21. september. Þar mun Hljómsveit Bigga Nielsen koma fram ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja ( eldri og yngri ). „Hljómsveit Bigga Nielsen samanstendur af tónlistarmönnum í fremstu röð á Íslandi og er það mikill fengur fyrir þá að fá […]