Frekar glatað mál – eða umhverfismál

Munið þið þegar við byrjuðum að flokka rusl hérna í Eyjum? Það voru margir pirraðir yfir þessu veseni og fyrirhyggjunni og að ruslið yrði ekki tæmt nema á 3 vikna fresti, svo það væri eins gott fyrir bæjarbúa að flokka. Munið þið eftir bæklingunum og fundunum og fræðslunni sem við fengum og hve ótrúlega framúrstefnuleg […]

Stóri plokkdagurinn – Hreinsunardagur á Heimaey 2022

Sunnudaginn 24. apríl n.k. er Stóri plokkdagurinn og í tilefni dagsins verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Nú hefur takmörkunum vegna Covid verið aflétt og því mögulegt að halda daginn hátíðlegan á ný. Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera […]

Ný lög íþyngjandi fyrir íbúa og atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum

Starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs fóru á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs yfir helstu atriði í lögum um hringrásarhagkerfi sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2021, en meginmarkmið með þeim er að stuðla að aukinni flokkun og að sá borgar sem hendir. Fram kemur í niðurstöðu ráðsins að ljóst sé að framkvæmd laganna sem taka munu […]

Útblástur sorpbrennslu ekki talinn hafa neikvæð áhrif á loftgæði

Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum sorpbrennslu málið var á dagskrá framkvæmda og hafnarráðs í vikunni, í afgreiðslunni kemur m.a. fram: Í samræmi við 11. gr. Laga og 25. gr. Reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir matsskýrslu Vestmannaeyjabæjar um móttöku-, brennslu- og endurnýtingarstöð úrgangs í Vestmannaeyjum sem lögð var fram […]

Kostnaður vegna óflokkaðs sorps um 150 milljónir á ári

Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Dagný Hauksdóttir og Hafþór Halldórsson fóru yfir flokkun á sorpi, nýtt frumvarp um hringrásarhagkerfi og hugsanleg áhrif þess á Vestmannaeyjar og fyrirhugaðar áætlanir um sorpbrennslu. Fram kom í máli þeirra að flokkun á heimilissorpi í Vestmannaeyjum er um 45% en þyrfti […]

Stefna Vestmannaeyjabæjar að draga úr myndun úrgangs

Deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna var til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni. Lögð var fram tillaga af deiliskipulagi. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna á svæði I-1. Tillagan gerir ráð fyrir að móttökusvæði fyrir flokkaðan úrgang verði endurskipulagt með sorpbrennslu, geymslusvæði, aðstöðu til móttöku spilliefna, starfsmannaaðstöðu, meðhöndlunar og flokkunarsvæði. […]

Leita nýrra tilboða í sorporkustöð

Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu voru til umræðu á fundu framkvæmda og hafnarráðs í gær. Fyrir liggja athugasemdir vegna mats á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar og tillögur að viðbrögðum vegna þeirra athugasemda sem bárust. Ráðið þakkaði kynninguna og felur framkvæmdastjóra að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt felur ráðið framkvæmdastjóra að leita nýrra tilboða í […]

Alheims hreinsunardagurinn

Alheims hreinsunardagurinn (e. world cleanup day) fer fram í dag. Dagurinn er sameiginlegt átak þar sem íbúar heimsins hreinsa rusl um allan heim og eru sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir auka einstaklinga hvattir til þess að taka þátt í að hreinsa sitt nánasta umhverfi. Vegna Covid-19 verður ekki stofnað til hópviðburðar eins og síðastliðin ár. Bæjarbúar […]

Sorpbrennsla í kynningu

1c3c9eb489e2ccb722aa6872473f7611

Alta fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrir Sorpbrennslustöð í Vestmannaeyjum. Undirbúningur að framkvæmdinni hefur staðið yfir í nokkur ár. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Frummatsskýrslan er aðgengileg hér og viðaukar eru aðgengilegir hér . Gögnin eru einnig aðgengileg á bæjarskrifstofu Vestmannaeyja, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir skulu vera skriflegar og […]

Sóðaskapur á Hamrinum

Vegfarandi hafði samband við Eyjafréttir og sagðist allt annað en ánægður með útganginn á Ofanleitishamri seinnipartinn í gær. Þar voru pappakassar á víð og dreif eftir lundapysjubjörgunarfólk. Hvatti hann fólk til að reyna að minnka rúmmál kassana og ef það væri ekki hægt að koma þeim fyrir tunnunni að einfaldlega taka þá aftur með heim […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.