Frekar glatað mál – eða umhverfismál

Munið þið þegar við byrjuðum að flokka rusl hérna í Eyjum? Það voru margir pirraðir yfir þessu veseni og fyrirhyggjunni og að ruslið yrði ekki tæmt nema á 3 vikna fresti, svo það væri eins gott fyrir bæjarbúa að flokka. Munið þið eftir bæklingunum og fundunum og fræðslunni sem við fengum og hve ótrúlega framúrstefnuleg […]
Stóri plokkdagurinn – Hreinsunardagur á Heimaey 2022

Sunnudaginn 24. apríl n.k. er Stóri plokkdagurinn og í tilefni dagsins verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Nú hefur takmörkunum vegna Covid verið aflétt og því mögulegt að halda daginn hátíðlegan á ný. Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera […]
Ný lög íþyngjandi fyrir íbúa og atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum

Starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs fóru á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs yfir helstu atriði í lögum um hringrásarhagkerfi sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2021, en meginmarkmið með þeim er að stuðla að aukinni flokkun og að sá borgar sem hendir. Fram kemur í niðurstöðu ráðsins að ljóst sé að framkvæmd laganna sem taka munu […]
Útblástur sorpbrennslu ekki talinn hafa neikvæð áhrif á loftgæði

Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum sorpbrennslu málið var á dagskrá framkvæmda og hafnarráðs í vikunni, í afgreiðslunni kemur m.a. fram: Í samræmi við 11. gr. Laga og 25. gr. Reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir matsskýrslu Vestmannaeyjabæjar um móttöku-, brennslu- og endurnýtingarstöð úrgangs í Vestmannaeyjum sem lögð var fram […]
Kostnaður vegna óflokkaðs sorps um 150 milljónir á ári

Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Dagný Hauksdóttir og Hafþór Halldórsson fóru yfir flokkun á sorpi, nýtt frumvarp um hringrásarhagkerfi og hugsanleg áhrif þess á Vestmannaeyjar og fyrirhugaðar áætlanir um sorpbrennslu. Fram kom í máli þeirra að flokkun á heimilissorpi í Vestmannaeyjum er um 45% en þyrfti […]
Stefna Vestmannaeyjabæjar að draga úr myndun úrgangs

Deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna var til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni. Lögð var fram tillaga af deiliskipulagi. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna á svæði I-1. Tillagan gerir ráð fyrir að móttökusvæði fyrir flokkaðan úrgang verði endurskipulagt með sorpbrennslu, geymslusvæði, aðstöðu til móttöku spilliefna, starfsmannaaðstöðu, meðhöndlunar og flokkunarsvæði. […]
Leita nýrra tilboða í sorporkustöð

Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu voru til umræðu á fundu framkvæmda og hafnarráðs í gær. Fyrir liggja athugasemdir vegna mats á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar og tillögur að viðbrögðum vegna þeirra athugasemda sem bárust. Ráðið þakkaði kynninguna og felur framkvæmdastjóra að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt felur ráðið framkvæmdastjóra að leita nýrra tilboða í […]
Alheims hreinsunardagurinn

Alheims hreinsunardagurinn (e. world cleanup day) fer fram í dag. Dagurinn er sameiginlegt átak þar sem íbúar heimsins hreinsa rusl um allan heim og eru sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir auka einstaklinga hvattir til þess að taka þátt í að hreinsa sitt nánasta umhverfi. Vegna Covid-19 verður ekki stofnað til hópviðburðar eins og síðastliðin ár. Bæjarbúar […]
Sorpbrennsla í kynningu

Alta fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrir Sorpbrennslustöð í Vestmannaeyjum. Undirbúningur að framkvæmdinni hefur staðið yfir í nokkur ár. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Frummatsskýrslan er aðgengileg hér og viðaukar eru aðgengilegir hér . Gögnin eru einnig aðgengileg á bæjarskrifstofu Vestmannaeyja, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir skulu vera skriflegar og […]
Sóðaskapur á Hamrinum

Vegfarandi hafði samband við Eyjafréttir og sagðist allt annað en ánægður með útganginn á Ofanleitishamri seinnipartinn í gær. Þar voru pappakassar á víð og dreif eftir lundapysjubjörgunarfólk. Hvatti hann fólk til að reyna að minnka rúmmál kassana og ef það væri ekki hægt að koma þeim fyrir tunnunni að einfaldlega taka þá aftur með heim […]